Morgunn - 01.12.1964, Page 37
Sálfarir.
☆
Dulskyggni (clairvoyance) er það nefnt, þegar menn
verða fyrir áhrifum, sem hafa einkenni sjónskynjunar,
án þess þó að þar sé um venjulega skynjun augans að
ræða. Þessi hæfileiki getur komið fram með ýmsum og
ólíkum hætti, og því greina menn á milli ýmissa tegunda
dulskyggninnar.
Venjuleg dulskyggni eða ófreskigáfa er í því fólgin, að
menn ,,sjá“ verur í kring um sig og oft svo skýrt, að
menn geta jafnvel viilzt á því og eðiilegri skynjun og hald-
ið, að þeir séu að virða fyrir sér lifandi fólk. Þetta sjá
menn oft í vöku og um bjartan dag, en stundum í myrkri,
°g sýnir það, að þar eru ekki hin líkamlegu augu að verki.
I miðilssvefni verður skyggnigáfan oft sterkari og greini-
legri. 1 vöku er sem sýninni bregði fyrir aðeins í svip,
en í miðilsástandi getur miðiliinn virt verurnar lengi
fyrir sér, iýst þeim oft mjög nákvæmlega og jafnvel tal-
að við þær.
önnur tegund dulskyggni er fjarskyggni (television).
Sjá menn þá atburði, sem eru að gerast langt í burtu,
umhverfi eða landslag, sem er raunverulega til, en hinn
skyggni hefur aldrei séð með líkamlegum augum né kom-
á þessar stöðvar i raun og veru. Stundum ,,sjá“ menn
atvik gerast löngu áður en þau eiga sér stað í veruleik-
unum. Þessar sýnir eiga sér stað bæði í vöku og í draum-
hrn, en einnig í dáleiðsluástandi og i miðilssvefni. Margir
lýsa þessu þannig, að líkast sé að þeir horfi á mynd, sem
brugðið er upp fyrir þeim á tjaldi. Aðrir lýsa þessu svo,