Morgunn - 01.12.1964, Page 43
MORGUNN
121
og senda hann til þess að leita bæði að týndum fénaði
og jafnvel að hlutum, sem enginn vissi, hvar voru niður
komnir. Svaraði hann upp úr svefninum þvi, sem hann
var spurður um. En er hann vaknaði, mundi hann oftast
ekkert eftir því, hvað fyrir hann hafði borið, né að hann
hefði þá verið spurður um þetta eða hitt. Var ekki laust
við, að stundum væri þessi gáfa Drauma-Jóa misnotuð.
Fyrir því gerðist hann tortrygginn á síðari árum og vakn-
aði þá oftast þegar í stað, ef á hann var yrt, á meðan
hann svaf.
Hjá mörgum miðlum eru sálfarir einnig tiðar. Þeir
lýsa fjarlægum stöðum á þá lund, eins og þeir séu þar
sjálfir staddir og horfi á það, sem þeir eru að lýsa. Ýmsir
miðlar virðast einnig geta ferðazt aftur og einnig fram
í tímann, lýst t. d. mjög rétt og greinilega bæjum, sem
fyrir löngu hafa verið rifnir og jafnaðir við jörðu, eða
þeir segja frá aburðum í fjarska, er þeir sjá vera að ger-
ast, en sem raunverulega ekki eiga sér stað fyrr en síðar.
Flest þau sálfarafyrirbæri, sem hér að framan hefur
verið skýrt frá, hafa átt sér stað sjálfkrafa að kalla má.
Þau hafa ekki verið framkölluð á neinum tilraunastofum,
heldur virðast hafa gerzt svo að segja af sjálfu sér, þegar
hin hagstæðu og réttu skilyrði voru fyrir hendi. Og þar
sem þorri þessara fyrirbæra á sér stað í draumi, liggur
í augum uppi, að slík fyrirbæri er með engu móti unnt
að kalla fram hjá mönnum að vild, og fyrir vikið mikl-
um erfiðleikum bundið að rannsaka þau samtímis því sem
þau gerast eða beita þar strangvísindalegum tilraunum
og rannsóknum.
öðru máli er að gegna um þá tegund sálfara, sem á sér
stað í dáleiðslu. Dávaldur virðist að minnsta kosti á stund-
Um geta beinlínis rekið sálina úr líkama þess dáleidda
og skipað henni að fara þangað, sem hann vill hverju
sinni. Lýsir þá hinn dáleiddi jafnóðum því, sem hann
Verður var við á ferðum sínum. Sameiginlegt öllum sál-
förum hverrar tegundar sem er og hvort heldur í draumi,