Morgunn - 01.12.1964, Blaðsíða 46
124
MORGUNN
að tilraun lokinni verða fús til að láta i té allar upplýs-
ingar, sem í hans valdi stæði.
Fundargjörð þessa tilraunafundar er orðrétt á þessa
leið:
FUNDARGERÐ
tilraunafundar í G-götu 16 3. nóvember 1931f.
Tilraunastjóri: J. Björkhem.
Fundarritari: E. G.
Fröken K. er dáleidd. Að því búnu er henni sagt að fara
úr likamanum, ganga niður stigann og eftir ganginum á
næstu hæð og opna þar hurð, sem á séu stafirnir A. W.
Hún kveðst vera komin að hurðinni, fer inn og byrjar
að segja frá, hvað hún sjái, jafnótt og hún er um það
spurð, en sumu lýsir hún af sjálfdáðum. Hún segir:
,,Ég er komin inn í forstofuna. Föt hanga þar vinstra
megin og þar eru tvær hillur, önnur fyrir ofan, hin miklu
neðar. Beint framundan er hurð, grá að lit, og gler í
hurðinni. Þar er spegill án umgerðar greiptur í sjálfa
hurðina. Hann er um það bil metri á hæð og hálfur metri
á breidd. Til hægri er brúnleitt fortjald."
— Farið inn fyrir tjaldið og segið okkur, hvað þér sjáið.
,,Ég er komin inn fyrir. Þetta er innri forstofa (hall).
Til hægri er opið eldstæði og yfir því marmarabrik. Á
henni er klukka úr marmara og einnig nokkuð gyllt. Þarna
er einhver standmynd. Sé ekki vel, hvernig hún er. Það
kann að vera hópmynd og mér sýnist sumt standa, en
sumt liggja. Eitthvað er þarna fleira, en ég sé það
óglöggt.“
— Snúið yður nú við og farið inn í stofuna, sem gegnt
yður er.
,,Já. Ég er komin þangað. Það er legubekkur til vinstri
með rósóttu flauelsáklæði. Ferhvrnt borð fyrir framan
hann með bogadregnum hornum. Þykkt albúm í svörtu
skinni. Það er sjálfsagt tíu sentímetra þykkt.“