Morgunn - 01.12.1964, Page 47
MORGUNN
125
— Opnið það og skoðið myndirnar.
„Ég er búin að því. Þarna er mynd af hr. W. Hann er
berhöfðaður. Og þarna er elzta dóttir hans, Rut. Þau eru
sitt á hvorri mynd. Og báðar myndirnar eru hægra meg-
in. Ég sé bókaskáp til hægri handar.“
— Farið þangað og gætið að, hvaða bækur þar eru.
»Ég er komin þangað. Hann hefur þarna Nordisk Fa-
miljebok i svörtu bandi. Sé einnig Lagasafnið sænska. Sé
þarna bók í rauðu bandi og gyllta á kjöl. Það er Mið-
aldasaga. Mér sýnist höfundurinn heita Mannerheim. Sé
það ekki vel.“
— Takið bókina út úr skápnum, flettið upp á blaðsíðu
10 og lesið efst á síðunni.
„Ég er búin að því. Þetta er síðan til hægri handar.“
(Les).
— Lokið nú bókinni og leggið hana á borðið, sem þér
sáuð áðan.
„Ég er búin að því.“
— Lýsið nú stofunni nánar.
„Ég sé málverk í svartri umgerð. Þar sést haf og strönd.
Málað af Virgin 1902. Sé málverk yfir legubekknum. Það
er sama myndin. Og ég sé annað minna í gylltum ramma.
Sýnist það vera af stúlku. Grænt teppi er á gólfinu og
ferhyrnt borð við gluggann. Sé stofujurt í potti, en get
ekki greint, hvort hún er í glugganum eða hún stendur
á litlu borði. Það er dúkur á borðinu við gluggann."
— Gætið að og þreifið eftir því, hvort nokkuð er á
borðinu.
„Já. En það er enginn dúkur á því, heldur glerplata.
Þetta kann að vera teborð.“
— Finnst yður nokkurt fólk vera þarna inni?
„Herra W. var hérna rétt áðan inni í sinni stofu. En nú
er hann farinn. Ég veit ekki, hvert hann fór.“
Lýsingum hættir. Fröken K. kemst aftur til sjálfrar sín
°g er vakin.
Að fundargerð þessi sé rétt lýsing á því, sem gerðist á
L