Morgunn - 01.12.1964, Blaðsíða 55
M O R G U N N 133
Þeir verða þér snara um háls og leggja á þig skuldbind-
ingar, sem þú losnar ekki frá.
Eyð eigi í dag því, sem þú þarfnast á morgun, né held-
ur lát allt reka á reiðanum um það, sem fyrirhyggjan
getur tryggt eða aðgát komið í veg fyrir.
Þó skalt þú ekki vænta þess, að hyggjuvitið sé óskeik-
ult og alls máttugt, því maðurinn veit ekki, hvað nóttin
kann að fela í skauti sínu.
Heimskinginn er ekki ætíð óhamingjusamur, né heldur
heppnast hinum vitra allt. En heimskinginn fær aldrei
fyllilega notið hamingjunnar, né heldur verður vitur mað-
ur nokkru sinni ógæfusamur að öllu leyti.
Hugrekki og lireysli.
Hættur og ógæfa, skortur, þjáning og ranglæti verða
að meira eða minna leyti hlutskipti þeirra, sem lifa á
þessari jörð.
Þess vegna ber þér að íklæðast hugrekki og þolgæði,
að þú fáir staðizt árásir hins illa.
Hugrakkur maður stendur fastur fyrir eins og klettur
úr hafinu og lætur öldurnar hvorki skelfa sig né buga.
Á stund hættunnar er hugrekki hjartans honum styrk-
ur og æðruleysi hugans bjargar honum.
Hann mætir hættum og erfiðleikum lífsins eins og hetja
°g snýr heim úr orrustunni með sigursveig í hendi.
(Lauslega þýtt. Sv. V.).