Morgunn - 01.12.1964, Page 56
Guðmundur Jörundsson:
Þú ferð ekki fet.
☆
Árið 1949, í marzmánuði, var ég á leið frá Lowestoft
í Englandi til London. En þaðan ætlaði ég með járnbraut
snemma næsta dag til Newcastle on Tyne, til þess að vera
viðstaddur reynslu á nýrri gerð af togvindu, er átti síðan
að setjast í hinn nýja botnvörpung minn, Jörund, sem þá
var í smíðum í Lowestoft.
Á leiðinni frá Lowestoft til London var ég einn í járn-
brautarklefa, og lagði ég mig því til svefns í sætum klef-
ans. Þegar ég hafði sofið nokkurn tíma, vaknaði ég við
það, að mér finnst maður í einkennisbúningi standa í
klefadyrunum og ávarpa mig á þessa leið á íslenzku: ,,Þú
ferð ekki fet lengra.“ Hendist ég þá upp og sé um leið,
að maður sá, er mér fannst í draumnum vera í dyrunum,
er að leysast sundur og verða að engu. Lít ég þá út um
gluggann á vagninum og sé, að sótsvört þoka er skollin á.
Fer ég nú að velta fyrir mér, hvað maðurinn geti hafa
meint. Ekki geti ég stoppað þar sem ég nú er staddur,
og sé því ekki um annað að ræða en halda áfram, hvað
sem annars kunni að koma fyrir.
Ferðin gekk afar hægt það sem eftir var leiðarinnar,
því þokan var svo dimm, að aðeins sást örfá fet frá sér.
Lestinni seinkaði því um einn og hálfan tíma frá áætlun
sinni.
Þegar inn til London kom, var þokan ennþá verri, þar
sem við bættist allt hið alkunna kolaryk, sem þar grúfir
yfir borginni, einkum þegar kalt er í veðri.
Tókst mér nú að ná í leigubifreið og leggja af stað