Morgunn


Morgunn - 01.12.1964, Qupperneq 58

Morgunn - 01.12.1964, Qupperneq 58
136 MORGUNN Var nú ekki lengur neinn efi í hug mínum. Ég vissi þá örugglega, að ég átti ekki að fara. Drakk ég því mitt morgun-te í rólegheitum, ánægður með ákvörðun mína, svo karlmannleg sem hún var eða hitt þó heldur. En það þýddi ekki að fást um það, svona varð þetta að vera, því hinir horfnu vinir mínir höfðu tilkynnt mér þessa ákvörð- un sína, eins og oft áður, og henni vildi ég ekki breyta fyrir nokkurn mun, af fenginni reynslu. Því að í þau fáu skipti, sem ég hafði ekki hlýðnazt boðum þeirra, hafði ég alltaf skaðað sjáifan mig. Sofna ég nú aftur sætt og vært og sef til klukkan 9 um morguninn. Klæðist ég þá og fer á skrifstofur áðurgreinds fyrirtækis og spyrst fyrir um ferðafélaga minn. Kemur hann þá út úr skrifstofu sinni og vorum við kynntir. Spyr hann þá, hvað hafi valdið því, að ég kom ekki á járnbrautarstöðina um morguninn, því þar hafi hann beð- ið mín þar til lestin fór. Nú vandaðist málið, hvað gat ég nú sagt við ókunn- ugan mann? Ég vildi ógjarnan segja manninum ósatt, en sneri mig þannig út úr því, að ég skyldi segja honum ástæðuna á leiðinni á morgun, þegar við færum. Ákváð- um við því næst að fara með lest næsta dag á sama tíma. Held ég því næst heim á gistihús mitt og bíð þess með óþreyju að frétta af lest þeirri, sem ég ætlaði með um morguninn. En hún átti að vera komin á áfangastað seinni hluta dags. Bar nú ekkert til tíðinda fyrr en klukkan 5 síðdegis, að ég er að drekka te inni í matsalnum. Þá heyri ég yfir- þjóninn vera að segja frá því við næsta borð, að járn- brautarlest, sem verið hafi á leið upp til Skotlands, hafi hlekkzt á og þar slasazt 17 manns og 3 dáið. En orsökin hafi verið hin mikla þoka, sem yfir landinu liggi. Strax þegar ég sá mér færi, kallaði ég í þjóninn og spurði hann, hvort hann gæti grennslazt eftir því fyrir mig, hvaða lest þetta hefði verið. Taldi hann það sjálf- sagt, og fór til að hringja á járnbrautarstöðina, sem þessi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.