Morgunn - 01.12.1964, Page 60
Dr. Raynor C. Johnson:
Hvernig er lífið eftir dauðann?
☆
í nýútkominni bók eftir dr. Raynor C. Johnson prófessor
við Queen’s College í Melbourne, er hann nefnir Trúarlegt
viðhorf nútímamanns (A Religious Outlook for Modern
Man), ræðir hann meðal annars um lífið eftir dauðann.
Hér er ekki rúm til þess að birta þann kafla í heild, því
miður. Ég hef því orðið að stytta hann nokkuð í þýðing-
unni og endursegja sumt. Eigi að síður hygg ég, að þær
meginhugsanir, sem fyrir prófessornum vaka, fái nokk-
urn veginn notið sín. Rétt er að taka fram, að hér er
einkum um trúariega heimspeki að ræða.
Flestir þeirra, sem aðhyllast kristna kenningu um lífið
eftir dauðann, virðast hafa fremur óljósar hugmyndir um
það, hvernig því lífi er háttað. Venjulega er fremur
óákveðið til orða tekið um þessi mál af prestunum, talað
í líkingum að verulegu leyti, og kirkjudeildirnar gera sér
yfirleitt ekki mikið far um að upplýsa menn um þessi mál.
Allt of oft heyrir maður það við jarðarfarir, að syrgjend-
urnir eru fullvissaðir um, að ástvinir þeirra séu nú hjá
Kristi og þar líði þeim miklu betur, eða að þeir séu hjá
Guði og þjóni honum nú með fullkomnara hætti. Allt þetta
getur verið gott og blessað, en þeir sem í fullri alvöru
velta fyrir sér gátum lífs og dauða, hljóta litla fullnægju
af svona svörum. Það er auðvelt fyrir kirkjunnar menn
að segja eitthvað á þessa ieið: ,,Við vitum sára lítið og
verðum því að láta okkur nægja trúna á Guð, þangað til