Morgunn


Morgunn - 01.12.1964, Qupperneq 62

Morgunn - 01.12.1964, Qupperneq 62
140 MORGUNN raun og veru allt umhverfi? Ég er ekki að halda því fram, að það séum við, sem sköpum hið þrívíða rúm efnisheims- ins, heldur að það geti verið skapað af einhverjum vold- ugum anda eða huga, sem við erum að einhverju leyti í tengsium við. Draumarnir sýna, að mannssálin er skap- andi, þótt í smáum stíl sé, og kann að geta starfað um stund i rúmi, sem ekki er það sama og það, sem við skynj- um í vökunni. Munurinn á því rúmi, sem birtist í draumi og rúmi efnisheimsins, er einkum sá, að vökuumhverfið skynja allir á svipaðan hátt, en draumumhverfið skynjar dreymandinn einn. En engin skynsamleg ástæða er því til fyrirstöðu að ætla, að fleiri en einn geti skynjað sama draumrúmið, ef hin réttu tengsl ættu sér stað á milli sálnanna. Og dæmi eru til þess, að menn hafa skynjað í draumum eitt og sama umhverfi. Við skulum hugleiða aðra algenga staðreynd. 1 stof- unni þar sem þú situr og ert að lesa, eru ýmsar tegundir af ósýnilegum bylgjum, Ijósbylgjur, hitabylgjur, útvarps- bylgjur o. s. frv. Þessar bylgjur fylla stofuna, en eru þó ólíkar að tíðni og blandast ekki saman. Nú vill svo til, að við höfum skynfæri, sem geta skynjað hljóð- og hita- bylgjurnar, en ekki hinar síðastnefndu. Við þurfum sér- stök viðtæki, sem breyta þeim í hljóðbylgjur, svo við get- um orðið þeirra vör. Á svipaðan hátt gætu tvær ólíkar veraldir verið til í hinu sama rúmi, þótt við verðum yfir- leitt ekki vör við nema aðra þeirra. Annar maður stadd- ur á sama stað og við gæti aftur á móti skynjað með ein- hverjum hætti hina veröldina. Og til kynnu að vera þeir, sem gætu skynjað báða þessa heima eða bæði þessi svið samtímis, ef þeir gætu stillt huga sinn rétt til þess. Þann hæfileika átti heimspekingurinn Rudolf Steiner. Það, sem ég vildi leggja áherzlu á, er þetta, að það er ástand og eðli sálarinnar eða hugans, sem ákveður, hvað við höfum hæfileika til að skynja. Heimur þeirra framliðnu og heimkynni getur því verið allt í kring um okkur, þótt við höfum enga hugmynd um það, né þeir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.