Morgunn - 01.12.1964, Side 63
MORGUNN
141
heldur um okkar heim, nema endrum og eins. Nægilegt
svar við því, hvar hinir framliðnu séu, er blátt áfram það,
að þeirra veröld er hvarvetna þar, sem mannssálin er
réttilega stillt til þess að skynja hana. Ef líkaminn fær
ákveðinn skammt af lyfjum, t. d. svæfilyfjum, verður sál-
in, sem þar býr, ekki lengur vör við hinn efnislega heim.
Það er ástand sálarinnar eða hugans, sem ákveður, hvers
við verðum vör hverju sinni. Og sennilegt er, að þegar
sálin losnar að fullu úr viðjum líkamans, verði hún stöð-
Uglega stillt á hina æðri skynjun eða hærra bylgjusvið.
Og um leið verður hún fær um að starfa í nýrri veröld
°g skynja hana. 1 sjálfu sér skiptir það engu máli, hvort
við köllum þá veröld astralsvið eða himnaríki.
Lýsingar á þeiiri veröld. sem við tekur.
Sú veröld, sem við tekur eftir dauðann, virðist haí'a
harla fjölbreytilega reynslu upp á að bjóða, enda eru
uiannssálirnar ólíkar að hæfileikum og áhugaefnum. Ef
sex manneskjur fara í ferðalag til útlanda, og við spyrð-
Um hverja þeirra um sig, hvað hún hefði séð, myndu
svörin verða ólík, en þó öllum eitthvað sameiginlegt.
Hver um sig mundi lýsa því, sem einkum hefði vakið at-
hygli hans, en það fer aftur eftir upplagi hans og eðli.
hetta er rétt að hafa i huga, þegar bornar eru saman þær
°hku og sundurleitu frásagnir um lífið fyrir handan, sem
h'am hafa komið á sambandsfundum. Enda þótt lýsing-
ai’nar séu ólíkar, þarf það ekki að vera sönnun þess, að
Þær sé ekkert að marka. En að því er ýmsar þeirra snert-
lr> er þó rík ástæða til að ætla, að þar sé að verulegu leyti
^álum blandað.
Hvað gerist i dauðanum?
Þegar maðurinn deyr, dregst það fíngerða efni, sem
nefnt hefur verið eterefni, út úr jarðlíkamanum og mynd-
ar hinn nýja likama. Frumur líkamans deyja smátt og
Srriátt og upplausn hans hefst. Hver reynsla einstaklings-