Morgunn - 01.12.1964, Síða 69
MORGUNN
147
Guð af öllu hjarta og hug, og að eina leiðin til þess að
öðlast þann kærleika, sé að elska. Þér iærist að tala með
því að tala. Þér lærist að hlaupa með því að hlaupa, lær-
ist að vinna með því að taka til höndunum og þú öðlast
fræðslu með því að fræðast. Á sama hátt lærist þér að
elska bæði Guð og menn blátt áfram með því að elska.
Allir þeir, sem halda að þeir geti lært þetta á einhvern
annan hátt, svíkja sjálfa sig. Ef þú vilt elska Guð, þá
haltu áfram að kappkosta að elska hann meira og meira.
Þú byrjar eins og viðvaningur og leitandi, en kraftur
sjálfs kærleikans mun leiða þig nær og nær markinu.
Og þeir, sem hafa tekið mestum framförum, munu halda
áfram með síaukinni ástundun og aldrei láta sér til hug-
ar koma, að þeir hafi náð takmarki sínu, því kærleiks-
þjónustan á að halda áfram og vaxa á meðan við drög-
um andann.“
(Úr bókinni The Spirit of St. Frangois de Sales eftir
Jean Pierre Camus.)
Þótt eg talaði tungum manna og engla,
en hefði elcki kœrleika,
yrði eg hljómandi málmur eða hvellandi bjdlla.
Og pótt eg hefði spádómsgáfu
og vissi alla leyndardóma og œtti alla þekkingu,
og þótt eg hefði svo takmarkalausa trú
að fœra mœtti fjöll úr stað,
en hefði ekki kœrleika,
vceri eg ekki neitt.
------Kœrleikurinn fellur aldrei úr gildi.
(I. Korintubréf 13. kap.).