Morgunn - 01.12.1964, Síða 70
Skoðun dr. Tenhaeffs á fram-
haldslífi.
☆
1 nýútkomnu hefti af tímaritinu THETA er grein eftir
dr. W. H. C. Tenhaeff, prófessor í dulsálarfræði (para-
psychology) við háskólann í Utrecht í Hollandi, þann mann,
sem nú er talinn ágætastur og lærðastur maður í Evrópu
í þessari vísindagrein. Ritgerð sína nefnir hann: Skoðun
mín á framhaldslífi.
Með því að ýmsum lesendum Morguns kynni að þykja
fróðlegt að vita um afstöðu þessa mæta manns til þess-
ara málefna, sem hann hefur kynnt sér og rannsakað um
rúmlega hálfa öld, birtist hér útdráttur úr þessari grein
hans.
„Fyrstu kynni min af spiritisma og sálarrannsóknum
voru þau, að ég veturinn 1911—12 las bókina Dauðinn
er lífið eftir Elise van Calcar. Eftir það reyndi ég að
ná mér í allar fáanlegar bækur um þessi efni. Réði lestur
þeirra miklu um það, að ég valdi að lesa sálarfræði við
háskóiann í Utrecht. Jafnframt reyndi ég að komast í
kynni við helztu frömuði spiritista í Niðurlöndum og sitja
fundi með ýmsum miðlum. Þetta tel ég, að hafi orðið mér
mikill ávinningur. Ég komst í kynni við menn, sem gædd-
ir voru miklum dulrænum hæfileikum og krafti. Og þetta
sýndi mér, hve þörfin var brýn á vísindalegri rannsókn
á þessu sviði. En ég kynntist líka ágætum mönnum, sem
áhuginn hafði hlaupið með í gönur, svo að þeir blekktu
sjálfa sig. En fyrir kom líka, að ég komst í kast við lodd-
ara, sem notuðu sér óspart auðtrú þeirra, sem misst höfðu
sína nánustu.