Morgunn - 01.12.1964, Side 71
MORGUNN
149
1 fyrstu hætti mér til að ofmeta þýðingu tilgátu spirit-
ista um framhaldslíf og sambandið að handan, einkum í
sambandi við dulsálfræðirannsóknir, en fljótlega tók ég
að draga þær tilgátur mjög í efa.
Eg minnist þess, að ég fór eitt sinn ásamt háttsettum
herforingja á fund til skyggnimiðils. sem var í miklu áliti
og enginn efaðist um heiðarleika hennar. Hún kvaðst sjá
hjá hershöfðingjanum gamla konu og lýsti henni nákvæm-
lega. Hún kvað hana vera með glerauga í málmumgerð
og sagðist sjá hönd vera að vefja ull utan um spöngina
yfir nefið. Þetta þótti hershöfðingjanum afar merkilegt,
því lýsingin átti að öllu leyti við ömmu hans, sem dáin
var fyrir mörgum árum. Hún gekk með málmspangagler-
augu, og hershöfðinginn hafði oft vafið ull um nefspöng-
ina, þegar hann var drengur, vegna þess að hún særði
nef gömlu konunnar. Þetta þótti mér einnig mjög sann-
færandi þá, en seinna komst ég að raun um, að skyggni-
niiðlar geta einnig lýst lifandi fólki, sem þeir hafa aldrei
séð. Og eftir það fannst mér sú skýring liggja næst á öll-
um svona fyrirbærum, að hinn skvggni gæti óafvitandi
°g óviljar.di orðið fyrir fjarhrifum frá þeim, sem fundina
sitja og sótt endurminningar í þeirra huga.
Ég skal ekki rekja þá sögu nánar. En þess meira sem
óg rannsakaði skyggnimiðla, þess auðveldara virtist mér
&ð skýra fyrirbærin á þennan hátt og án þess að telja,
að í þeim fælist nein sönnun á tilgátu spiritista.
Þetta breytir þó ekki þeirri staðreynd, að ég hef á lið-
inni ævi orðið vottur að fyrirbærum, sem vakið hafa
hjá mér sterkan efa um það, að rétt sé að halda áfram
að hafna algjörlega kenningum spiritistanna. Og enda
Pótt ég þekki ekki persónulega mikið til hinna svoköll-
uðu víxlskeyta (cross-correspondance), þá hef ég kynnt
mér þau rækilega af heimildum, og hlýt að játa, að það
hefur haft mikil áhrif á skoðanir mínar. Og þetta hefur
leitt mig til þeirrar föstu sannfæringar, að sá möguleiki
geti fyrr eða seinna verið fyrir hendi, að fram komi