Morgunn - 01.12.1964, Side 72
150
MORGUNN
sannanir, sem kollvarpa því, sem við nú teljum rétt, og
dragi úr ríkjandi efasemdum um réttmæti spiritismans.
Þriðja útgáfa af bók minni um spiritismann er nú i
undirbúningi. Hún var fyrst prentuð 1936. Og enda þótt
ég haldi því þar enn fram, að ekki sé rétt að telja fram-
hald lífsins sannaö, þá hef ég aldrei átt samleið með þeim,
sem telja kenningar spiritista einskis nýtar. Ég hef hvað
eftir annað komizt í kynni við fólk, sem sagt hefur mér
frá reynslu sinni varðandi sálfarir. Og þótt ég hafi trúað
mörgu af þessu mátulega, eru þó til einstök tilfelli, sem
vakið hafa mig til alvarlegrar umhugsunar.
Svo er nú komið, að það er talinn bláber vottur um
fáfræði að viðurkenna ekki, að hin svonefndu ESP-fyrir-
bæri eigi sér stað. Um hreyfifyrirbæri eru aftur á móti
skoðanirnar skiptar. En þeir, sem vandlega hafa kynnt
sér þau fvrirbæri í sambandi við miðla eins og Eusapia
Palladino, Rudi Schneider o. fl. og gert það hlutdrægnis-
laust, þeir geta illa komizt framhjá þeirri staðreynd, að
sum þeirra fyrirbæra að minnsta kosti sé erfitt að ve-
fengja. Og sú sannfæring hefur einnig hlotið stuðning af
rannsóknum dr. Rhine á hreyfifyrirbærum, meðal annars
á þvi, hvernig einstakir menn geta að því er virðist með
hugsuninni einni haft áhrif á það, hvaða hlið tenings,
sem kastað er af handahófi, kemur upp. Þegar reyna á
að finna aðgengilega skýringu á hreyfifyrirbærum yfir-
leitt, verður manni einkum hugsað til þeirra kenninga
um efnið, sem próf. dr. Poortman við háskólann í Leyden
setur fram í bók sinni Ochéma.
Hann bendir á, að enda þótt vísindin hafi löngum hald-
ið því fram, að efnið sé eitt, þá hafi fornar menningar-
þjóðir trúað því, að efnið væri margs konar og að til
væri miklu fingerðara efni en það grófa, sem við dag-
lega sjáum og þreifum á. Nátengd þessari kenningu um
hið mismunandi efni er hugmyndin um það, að sálin geti
tekið á sig ekki aðeins einn líkama, heldur marga. Hina