Morgunn - 01.12.1964, Qupperneq 78
Pilsið hennar Gunnu.
Gömul sögn.
☆
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að mjög margt
bendir til þess, að ákveðnum hlutum fylgi saga þeirra að
meira eða minna leyti og sé þeim nátengd með einhverj-
um dularfullum hætti. Eru þess og fjölda mörg dæmi, að
miðlum hefur tekizt með ótrúlegri nákvæmni að rekja
atburðasöguna í sambandi við slíka hluti, ef þeir fá þá í
hendur. Hefur þessi gáfa verið nefnd hlutskyggni (psycho-
metry). Til aukins öryggis eru hlutir þessir venjulega
tryggilega vafðir í umbúðir, er miðillinn fær þá í hendur,
til þess að fyrirbyggja, að hann viti, um hvers konar
hlut er að ræða.
Skylt þessu að einhverju leyti virðist það einnig vera,
er örlagaríkir atburðir sýnast um langan tíma vera á dul-
rænan hátt tengdir þeim stöðum, þar sem þeir áttu sér
stað, svo að menn verða hvað eftir annað greinilega var-
ir áhrifanna frá þeim, ef þeir koma á staðinn, og það
jafnvel þótt þeim sé með öllu ókunnugt. um, að þeir hafi
þar í raun og veru gerzt endur fyrir löngu.
I þriðja lagi virðist það vera staðreynd, sem örðugt er
að hrekja, að hugur framliðinna manna sýnist oft um
lengri eða skemmri tíma eftir lát þeirra vera mjög ná-
tengdur ákveðnum hlutum, sem verið hafa í eigu þeirra
og þeim þótt sérstaklega vænt um. Eru þess mörg dæmi,
að þeir, sem handfjalla slíka hluti eða hafa þá nálægt sér,
verða allir fyrir sömu eða svipuðum áhrifum frá þeim.
Getur þetta átt sér stað, enda þótt menn viti ekki af því,
að slíkir hlutir eru inni hjá þeim.