Morgunn - 01.12.1964, Page 81
M O R G U N N 159
á þilið hjá höfðagafli Jósefs. Héngu þar föt nokkur, og
koma þær pilsinu undir þau, svo að ekki sést á það.
Morguninn eftir segir Jósef, að þarna sjáist, hvort mað-
ur geti ekki orðið andvaka, þótt ekki sé pilsinu um að
kenna; hann hafi ekki sofnað væran blund alla nóttina,
t»ó að það væri hvergi næi’ri. Þá var þeim konum heldur
dillað. Sýna þær honum nú, hvar pilsið hefur verið haft
um nóttina. Bregður honum nokkuð undarlega við, en vill
aldrei á þetta minnast framar.
Eftir þetta var pilsið hengt fram á dyraloft og var þar
heilt ár eða meira, þangað til farið var að nota það, og
bar þá ekki á neinum reimleikum í sambandi við það.“
Þetta er frásögn frú Ingunnar, skýr og skemmtileg, en
hefur að vísu ekki mikið sannanagildi, vegna þess hve
langt er um liðið. Ef einhverjir skyldu kunna nýjar frá-
sögur um hliðstæða atburði, þætti mér mjög vænt um að
fá þær til birtingar í Morgni.
Sveinn Víkingur.
Gátuvísa.
Áður fyrir ærsl og fjör
ögun hörð og vani.
Samningur um kaup og kjör.
Hverrar gátu bani.
Ráðning á gátunni i síðasta hefti Morguns var: Morg-
únn.
S. V.