17. júní - 01.11.1925, Page 1

17. júní - 01.11.1925, Page 1
Þórður Guðjohnsen, fyrv. verslunarstjóri á Húsavík. MEÐAL þeirra íslendinga, sem hafa búsett sig hjer í Höfn, er Þórður Guðjohnsen þeirra elstur. Hann hefir nú búið hjer í Dan- mörku í 23 ár, og hafa íslendingar á- valt mætt gestrisni á heimili þeirra hjóna. Þórður Guð- j o h n s e n er fædd- ur í Reykjavík 14. sept. 1844. For- eldrar hans voru Pjetur organleikari Guðjohnsen, Guð- jónssonar, Sigurðs- sonar á Sjávarborg í Skagafirði, og Guðrún Knudsen, dóttir LárusarKnud- sens kaupmanns í Reykjavik. Þórður ólst upp í Reykjavík fram yfir fermingar- aldur; vildi faðir hans láta hann ganga skólaveginn, en sjálfur var Þórður lítt bókhneigður i þá daga, þótt nægar gáfur hefði hann til náms; hneygðist hugur hans fremur til sjómensku, en eigi líkaði föður hans það vel, heldur kom honum fyrir í búð hjá Sveinbirni Jakobsen, kaupmanni í Reykjavík; var hann þar í þrjú sumur, en í skóla á vetrum. Jakobsen varð gjaldþrota 1857, og var Þórði þá komiðtil skólanáms til Jóns Jónssonar prests á Mosfelli, en hann skorti allan áhuga á því námi og kom því lítt lærðariafturtilföður sins, en þegar hann fór þaðan. Húskenn- ara hafði faðir hans næsta vetur, og uam Þórður þar nokkuð í dönsku, ensku og þýsku, en frakknesku nam hann hjá Boudvin presti í Landakoti. Voru tungumál og reikningur þær námsgreinar, sem best áttu við gáfna- lag Þórðar. Arið 1858 hafði Sveinbjörn Jakobsen kynst skotskum kaupmanni, Hender- son að nafni, og komið honum til að hefja verslun i Reykjavík, varð Þórður búðarsveinn þar og var þar til 1860. Þá hafði Henderson keypt verslun á

x

17. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.