Morgunn - 01.06.1968, Qupperneq 8
Séra Benjamín Kristjánsson:
Efinn og ódauðleikasannanirnar
☆
Ef maðurinn deyr ...
„Ef maðurinn deyr, lifnar hann þá aftur?“ — Þessi spurn-
ing Jobs er ævagömul, en þó um leið eins ný og hver ný-
orpin gröf. Hver einasti maður, sem stendur andspænis dauð-
anum, og það gera allir fyrr eða seinna, hlýtur einhvern tíma
að spyrja á þessa leið, ef ekki af söknuði eða angist, þá af
hreinvísindalegri forvitni.
Þannig getur spurningin borið misjafnan blæ og verið
fram borin af misjöfnum krafti, eftir því hvernig á stendur,
en undir engum kringumstæðum getur svarið legið oss í léttu
rúmi. Málið er of merkilegt og hefur djúptækari þýðingu
fyrir alla tilveru en að svo geti verið.
Vel gæti það hugsazt um gamalmennið, sem slitið og upp-
gefið leggst til hvíldar, að orkan sé orðin of lítil þess að það
geti brotið heilann um, hvort skynsamlegt sé að vænta ann-
arrar tilveru. Þó eru þeir fleiri, sem fyrst fara fyrir alvöru
að hugsa um þetta, er á ævina líður, ekki aðeins né fyrst og
fremst fyrir það, að dauðinn nálgast og menn óttast hann.
Heldur vegna þess, að áhuginn fyrir lífinu hérna megin er
farinn að dvína, og skilningurinn á mikilvægi eilífðarmál-
anna hefur farið vaxandi að sama skapi.
Hér er þá venjulega um hina rólegu og heiðu íhugun þessa
málefnis að ræða. Erum vér orðin södd lífdaganna? Teldum
vér það ómaksins vert að halda lífinu áfram eða hef ja það
að nýju, og þá undir hvaða kringumstæðum?
Hjá öðrum getur spurningin komið með ástríðuþunga elsk-
unnar og lífsþorstans. — Farið til ungmennisins, sem er að
deyja úr tæringu á frumvaxta skeiði lífsins með alla drauma
og þrár æskunnar órættar. Farið til móðurinnar, sem hnípin