Morgunn - 01.06.1968, Blaðsíða 12
6
MORGUNN
hann mun hverfa til bjartara ljóss eftir dauðann en hinn,
sem ávallt var þræll sins lægra eðlis.
Hér sem víðar mundi skarpskyggni hinnar gáfuðu grísku
þjóðar fara sönnu næst, enda er óhætt að fullyrða, að allar
nýrri tíma stefnur í guðfræði hallast meira að þessu, eða
halda fram áþekkum skoðunum.
Hvað ættum vér þá að segja um upprisulíkamann?
Naumast getum vér hugsað oss líf nema í einhvers konar
líkama. Og þeir, sem leitazt hafa við að rannsaka þessi efni
fullyrða, að efalaust lifi hinir framliðnu í líkömum, er hafi
jafnmikinn veruleika fyrir þeim, þó að þeir séu að einhverju
leyti frábrugðnir vorum. f aldanna rás hafa verið sagðar
óteljandi sögur af himneskum verum, er birzt hafa mönnum.
Hafa þær stundum verið kallaðar guðir, stundum englar,
stundum helgir menn framliðnir. Allar hafa þessar verur
birzt einstöku sinnum, helzt er menn hafa beðið til þeirra
eða ákallað þær. Þær hafa birzt í björtu ljósi, talað við menn
til að hughreysta þá eða leiðbeina þeim, en siðan hafa þær
horfið jafnskyndilega og þær komu.
Allar þessar sögur eru mjög áþekkar frásögnunum um
upprisu Jesú. Strax sjáum vér, að upprisulíkami hans hefur
um sumt verið ólíkur þeim, er hann hafði áður. Hann gekk
um lokaðar dyr, kom og hvarf skyndilega. Jafnvel lærisvein-
arnir þekktu hann ekki alltaf. En samt gátu þeir þreifað á
höndum hans og fótum og fundið naglaförin. Sá líkami, er
hann birtist i, líktist þannig hinum jarðneska í útliti, enda
þótt hann hefði aðra eiginleika.
Dulskyggnir menn, sem sjá margt það, er aðrir ekki sjá,
fullyrða að framliðnir menn séu iðulega likir því er þeir voru
hér, þegar þeir koma yfir um. Vera má þó, að þessi líking sé
ekki nema fyrst í stað, eða að framliðnir vinir vorir taki
einungis á sig þetta gervi, til þess að vér getum þekkt þá, er
þeir birtast oss.
Einn af allra dulskyggnustu mönnum, sem sögur fara af á