Morgunn - 01.06.1968, Side 13
MORGUNN
7
seinni öldum var Svíinn Swedenborg, sem andaðist 1772, 84
ára gamall. Hann skrifaði fjölda margar bækur, þar sem
hann lýsir lífinu handan við dauðann. Og margsinnis sann-
aði hann skyggnigáfu sína með því að lýsa atburðum, sem
gerðust langt í burtu.
Swedenborg taldi, að fyrst eftir dauðann væru menn mjög
líkir því, er þeir hefðu verið að útliti um það leyti, sem þeir
fóru yfir um. Svo tækju þeir smám saman að breytast, allt
eftir sínum innra manni. Göfugur maður öðlaðist þá meiri
fegurð. En hjá varmenninu kæmi einnig innri maðurinn
grímuiaust í ljós. Þar stæði spillingin letruð á ásjónu hans,
svo að ekki væri unnt að hylja hana með nokkrum yfir-
drepsskap.
Hin sanna fegurð er alltaf fegurð hins innra manns. Og
þannig er þessu reyndar einnig háttað hér, nema þá ef til
vill í fyrstu æsku.
Einhver vitringur hefur sagt, að eftir fertugt bæri hver
maður ábyrgð á sínu eigin andiiti. Meiningin í þessu er sú, að
menn erfa að vísu misjafnlega mikinn fríðleik frá forfeðr-
um sínum. En undir eins og menn öðlast nokkra lífsreynslu
og taka að þroskast, verður það ekki þessi fegurð, sem máli
skiptir, heldur sú skapgerð, sem ljómar gegnum hið ytra
líkamsgervi. Og þessi skapgerðareinkenni verða því skýr-
mótaðri sem maðurinn eldist meir.
Hina upprunalegu fegurð taka menn að erfðum. En það
fer eftir því, hvernig vér byggjum upp skapgerð vora og per-
sónuleik, hvort nokkur þokki loðir við oss, eftir að vér verð-
um fullorðin, eða hvort harkan og grimmdin, slægvizkan og
singirnin setja á oss sitt soramark. Sú eina fegurð, sem varir,
er fegurð andans, eins og Steingrímur Thorsteinsson segir:
Fögur sál er ávallt ung
undir silfurhærum.
Gamalmenni geta verið fögur, já, miklu fegurri en unglingar,
ef þau hafa þroskað með sér góða og fagra mannkosti.
Það er einmitt í þessu efni, sem vér sjáum, hvernig hið