Morgunn


Morgunn - 01.06.1968, Page 13

Morgunn - 01.06.1968, Page 13
MORGUNN 7 seinni öldum var Svíinn Swedenborg, sem andaðist 1772, 84 ára gamall. Hann skrifaði fjölda margar bækur, þar sem hann lýsir lífinu handan við dauðann. Og margsinnis sann- aði hann skyggnigáfu sína með því að lýsa atburðum, sem gerðust langt í burtu. Swedenborg taldi, að fyrst eftir dauðann væru menn mjög líkir því, er þeir hefðu verið að útliti um það leyti, sem þeir fóru yfir um. Svo tækju þeir smám saman að breytast, allt eftir sínum innra manni. Göfugur maður öðlaðist þá meiri fegurð. En hjá varmenninu kæmi einnig innri maðurinn grímuiaust í ljós. Þar stæði spillingin letruð á ásjónu hans, svo að ekki væri unnt að hylja hana með nokkrum yfir- drepsskap. Hin sanna fegurð er alltaf fegurð hins innra manns. Og þannig er þessu reyndar einnig háttað hér, nema þá ef til vill í fyrstu æsku. Einhver vitringur hefur sagt, að eftir fertugt bæri hver maður ábyrgð á sínu eigin andiiti. Meiningin í þessu er sú, að menn erfa að vísu misjafnlega mikinn fríðleik frá forfeðr- um sínum. En undir eins og menn öðlast nokkra lífsreynslu og taka að þroskast, verður það ekki þessi fegurð, sem máli skiptir, heldur sú skapgerð, sem ljómar gegnum hið ytra líkamsgervi. Og þessi skapgerðareinkenni verða því skýr- mótaðri sem maðurinn eldist meir. Hina upprunalegu fegurð taka menn að erfðum. En það fer eftir því, hvernig vér byggjum upp skapgerð vora og per- sónuleik, hvort nokkur þokki loðir við oss, eftir að vér verð- um fullorðin, eða hvort harkan og grimmdin, slægvizkan og singirnin setja á oss sitt soramark. Sú eina fegurð, sem varir, er fegurð andans, eins og Steingrímur Thorsteinsson segir: Fögur sál er ávallt ung undir silfurhærum. Gamalmenni geta verið fögur, já, miklu fegurri en unglingar, ef þau hafa þroskað með sér góða og fagra mannkosti. Það er einmitt í þessu efni, sem vér sjáum, hvernig hið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.