Morgunn


Morgunn - 01.06.1968, Page 16

Morgunn - 01.06.1968, Page 16
10 M O R G U N N En auk hinnar óviðráðanlegu trúar, hníga einnig að ódauð- leikatrúnni ýmisleg skynsamleg rök. Ósennilegt er, að menn- irnir verði til og sofni til eilífrar hvíldar von bráðar aftur, áður en þeir hafa svo sem nokkurt tækifæri til að átta sig á tilverunni. Ekkert af því, sem vér þekkjum og þreifum á umhverfis oss, getur farizt, ekki einu sinni hið minnsta duft- korn. Þetta mundu meira að segja allir efnisvísindamenn staðfesta. Væri þá sennilegt, að lífiS, sem er furðulegasta fyrirbrigði sköpunarverksins, og með því á ég við vitundar- lífið, hugsunina, viijann, vitið, ástina og þekkingarþrána — er þá sennilegt, að einmitt þetta geti farizt eða orðið að engu? Nei, vitundarlífið, sem er líf af lífi sjálfs skaparans, er ævarandi eins og hann. Við getum ekki þreifað á þvi, en samt er það verulegast af öllu og upphaf alls annars. Það kastar ellibelg og rís upp úr hverri gröf, eins og gróður jarðar á nýju vori. Upprisan. Það var með þessari öruggu vissu í sál sinni, sem meist- arinn frá Nasaret sagði við lærisveina sína: Ég lifi og þér munuð lifa! Og hið sama hafa allir meistarar kennt. En til að sannfæra þá, sem daufir eru og tregir að trúa, þá sem skortir skilning og ímyndunarafl, gerði Kristur meira: Hann reis upp og birtist lærisveinum sínum eftir dauðann. Þá var stofnuð kristin kirkja. Frá því er skýrt í Nýja testamentinu, að lærisveinarnir hafi orðið svo undrandi á þessum atburði, að þeir trúðu ekki fyrir fögnuði. En er þeir að lokum sannfærðust, urðu þeir svo hugfangnir af mikilleik atburðarins, að þeir fóru um lönd og höf til að kunngera fagnaðarboðskapinn um Messías þann, er sigrað hefði dauðann! Þeir héldu, að aldrei hefði slíkur atburður gerzt. Efnishyggja sú, sem ríkjandi var í hugarheimi vestrænna þjóða undanfarna öld, og þau efnisvísindi, sem henni fylgdu, stuðluðu um sinn mjög að því, að draga úr áhrifum upprisu-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.