Morgunn - 01.06.1968, Side 24
18
MORGUNN
„Ég“ mannsins er smátt og smátt að mótast og þróast.
Fyrstu mánuðina er „ég“ vitund barnsins alls ckki vöknuð,
og á meðan svo er, hefur það ekki heldur stjórn á líkama
sínum. Þetta bendir óneitanlega fremur til þess, að það sé
,,ég“ vitundin, sem tekur að sér yfirráð og stjórn líkamans
smátt og smátt. Hitt er að minnsta kosti ósennilegra, svo
ekki sé meira sagt, að frumur heilans taki upp á því að búa
til ,,ég“ vitundina, þ. e. persónuleika eða sál mannsins. Mér
þykir líka sennilegra, og það má hver lá mér sem vill, að það
sé þetta ,,ég“ mannsins, sem á þáttinn í því, að hinn ófull-
komni barnsheili ummyndast smám saman og verður að
hörpu með æ fleiri strengjum, jafnvel þeirri voidugu hörpu,
sem hinir stærstu andar veraldarinnar hafa leikið á undur-
samlega hljóma vizku, fegurðar og snilli. Mér er alveg
ómögulegt að trúa því t. d. að Ijóðið „Ó, Guð vors lands“ hafi
orðið til úr matnum, sem hann séra Matthías borðaði. Mér
er sagt, að honum hafi þótt einna beztur þorskur og sigin
grásleppa.
Við höfum nú verið að velta fyrir okkur á ýmsa vegu
spurningunni um það, hvað við erum í raun og veru. Og við
höfum gert það vegna þess, að við getum með engu móti
sætt okkur við það, að vera ekki neitt nema einhver tengsl
heilafrumanna og orkustraumar, sem um þau leika, sem
fengnir eru úr fæðunni. Við eigum ákaflega bágt með að
skilja það, að maðurinn með sínum fjölbreyttu hæfileikum
til þess að hugsa og skilja, finna til, álykta og vilja vaxa og
skapa, sé ekkert annað en vél, sem enginn stjórnar né ræður
yfir. Við getum viðurkennt það með vísindunum, að heilinn
stjórni að verulegu ieyti líkamanum. Það hafa verið færð
gild rök fyrir því. En hlýtur þá ekki einnig einhver að
stjórna heiianum? Heilbrigð skynsemi hlýtur að krefjast
þess, að svo sé. Við segjum, að þessi stjórnandi sé það, sem
við köllum ,,ég“. En hvað er ég?
Ekki er ég fötin, sem ég klæðist í. Það er augljóst mál.
Ekki er ég heldur líkami minn sem heild. Það er hægt að
skerða hann á ýmsan hátt og setja í hann varahluti bæði úr