Morgunn


Morgunn - 01.06.1968, Side 26

Morgunn - 01.06.1968, Side 26
20 MORGUNN að segja, sem betur fer. Dásamlegasta og undursamlegasta eigind hans er einmitt hæfileikinn til þess að þroskast og vaxa. En ávöxtur hans og þroski er annars eðlis en líkam- ans, sem hann starfar í sambandi við um stutta stund í þess- ari jarðvist. Það er vöxtur í góðleika, vöxtur í vizku, vöxtur til fullkomnunar og hamingju og sennilega einnig vöxtur að mætti, enda þótt sá vöxtur sé annarar tegundar og eigi lítið skylt við það yfirdrottnunarvald, sem ýmsir sækjast eftir og keppa um. Það vald er ekki og verður aldrei einkenni hins fullkomna þroska. Ég er jafn sannfærður um það og hitt að Guð er til, að til þess fæðumst við á þessa jörð og lifum hér um stund í tengsl- um við hinn sýnilega líkama að fá tækifæri til þess að okk- ar eilífa ,,ég“ megi stefna til þroska og vaxtar í átt til slíkr- ar fullkomnunar. Þetta er megin tilgangur jarðlífsins og vilji hans, sem gaf það. Fyrsta skilyrðið fyrir því að þetta megi takast eða að minnsta kosti þokast í áttina, er áreiðanlega það að reyna að þekkja sjálfan sig. Þú þarft að reyna að hugsa um það og gera þér grein fyrir því, ekki í eitt skipti, heldur oft og helzt daglega, hvað þú ert, til hvers þú lifir hér á jörð, og hvað þú átt í vændum, þegar sambandi þínu við hinn jarðneska lík- ama er slitið. I því sambandi vil ég minna á þessi orð spostulans, sem ég hygg hverjum hollt að festa sér í minni: „Vitið þér ekki, að þér eruð musteri Guðs og að andi Guðs býr í yður?“ Hið ósýnilega „ég“ mannsins er eilift. Þess vegna heldur það áfram að þroskast og lifa þótt líkaminn deyi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.