Morgunn - 01.06.1968, Page 26
20
MORGUNN
að segja, sem betur fer. Dásamlegasta og undursamlegasta
eigind hans er einmitt hæfileikinn til þess að þroskast og
vaxa. En ávöxtur hans og þroski er annars eðlis en líkam-
ans, sem hann starfar í sambandi við um stutta stund í þess-
ari jarðvist. Það er vöxtur í góðleika, vöxtur í vizku, vöxtur
til fullkomnunar og hamingju og sennilega einnig vöxtur að
mætti, enda þótt sá vöxtur sé annarar tegundar og eigi lítið
skylt við það yfirdrottnunarvald, sem ýmsir sækjast eftir
og keppa um. Það vald er ekki og verður aldrei einkenni hins
fullkomna þroska.
Ég er jafn sannfærður um það og hitt að Guð er til, að til
þess fæðumst við á þessa jörð og lifum hér um stund í tengsl-
um við hinn sýnilega líkama að fá tækifæri til þess að okk-
ar eilífa ,,ég“ megi stefna til þroska og vaxtar í átt til slíkr-
ar fullkomnunar. Þetta er megin tilgangur jarðlífsins og vilji
hans, sem gaf það.
Fyrsta skilyrðið fyrir því að þetta megi takast eða að
minnsta kosti þokast í áttina, er áreiðanlega það að reyna
að þekkja sjálfan sig. Þú þarft að reyna að hugsa um það og
gera þér grein fyrir því, ekki í eitt skipti, heldur oft og helzt
daglega, hvað þú ert, til hvers þú lifir hér á jörð, og hvað þú
átt í vændum, þegar sambandi þínu við hinn jarðneska lík-
ama er slitið.
I því sambandi vil ég minna á þessi orð spostulans, sem
ég hygg hverjum hollt að festa sér í minni: „Vitið þér ekki,
að þér eruð musteri Guðs og að andi Guðs býr í yður?“
Hið ósýnilega „ég“ mannsins er eilift. Þess vegna heldur
það áfram að þroskast og lifa þótt líkaminn deyi.