Morgunn - 01.06.1968, Síða 28
22
MORGUNN
Ævi þessa manns var óvenju viðburðarík og á köflum
líkari skáldsögu en raunveruleik. M. a. vann hann með Sir
Arthur Conan Doyle og Sir Oliver Lodge að því að koma á
þeim starfsháttum hjá atvinnumiðlum, að þeir stæðust
ströngustu gagnrýni. Er það til marks um hæfileika hans í
þeim efnum, að hann sannfærði strangasta gagnrýnanda
sinn sem miðil, er ráðizt hafði harkalega á hann í ræðu og
riti, sjónhverfingamanninn Howard Thurston, sem að lok-
inni rannsókn lýsti því yfir, að hann teldi hann áreiðanlegan
útskýranda sambands við framliðna. Enda hlaut hann
einnig viðurkenningu frægra háskólamanna og lærdóms-
manna. Nafn hans er Arthur Ford. Hann hefur í samvinnu
við rithöfundinn Marguarite Harmon Bro ritað ævisögu
sína, sem á frummálinu heitir nothing so stramge, en þýdd
hefur verið á íslenzku af séra Sveini Víkingi og hlotið ís-
lenzka nafnið undrið mikla. Bókin er heillandi lestur, enda
hefur hinn heimskunni skáldsagnarithöfundur Upton Sin-
clair kallað hana „frábæra bók eftir frábæran mann.“
Já, þannig hófst Arthur Ford á annan bóginn til virðing-
ar og frægðar í lífinu, en á hinn bóginn beið hans líka að
kanna hyldýpi örvæntingar og þjáninga.
Ég hygg, að andstreymi það, sem menn verða fyrir í lif-
inu sé tvenns konar. Annars vegar það, sem leiðir af röngu
líferni, ástundun lasta og ills hugarfars, og hins vegar and-
streymi, sem í fljótu bragði séð ekki virðist vera í samræmi
við neitt réttlæti. Við þekkjum öll einhver dæmi um fólk,
sem lánið virðist leika við í svo að segja hverju sem það tek-
ur sér fyrir hendur, og hins vegar manneskjur, sem ólánið
og óheppnin virðist bókstaflega leggja í einelti. Hefur hið
síðarnefnda, ásamt heljarböli styrjaldanna, vafalaust átt
drjúgan þátt i hinni gífurlegu bölsýni, sem einkennir verk
margra nútíma rithöfunda. Heimspeki og trúarbrögð Aust-
urlanda hafa fyrir löngu fyrir sitt leyti útskýrt þetta að því
er virðist tilefnislausa böl. Er það gert með kenningunni um
endurholdgun og lögmáli orsaka og afleiðinga (karma).
Okkur er þar sagt, að sumt af andstreymi mannsins séu