Morgunn - 01.06.1968, Blaðsíða 30
24
MORGUNN
ir Fords lézt samstundis, en vinkona hennar þremur stund-
um síðar. Sjálfur komst Ford ekki til meðvitundar fyrr en
á Baker heilsuhælinu í Lumberton, rifbrotinn, bilaður í baki,
skaddaður í andliti, og hafði auk þess knosazt innvortis. Bíl-
stjóri flutningabílsins hafði sofnað við stýrið og var fund-
inn sekur um manndráp, þótt Ford neitaði að höfða mál
gegn honum.
Þar eð Ford var frægur maður, var mikið skrifað um þetta
í blöðin, og hann fékk skeyti á spítalann hvaðanæva.
Hinn ungi læknir, sem stundaði Ford, var mikill áhuga-
maður um dulræn efni og kvaðst harma það, að Ford væri
ekki nógu frískur til þess að unnt væri að gera á honum til-
raunir í þessum efnum. Þessa daga var Ford undir stöðug-
um áhrifum eiturlyfja, og virtust þau hafa áhrif á sálræna
móttökuhæfileika hans.
Einn ágætur vinur hans, Francis Fast að nafni, heimsótti
hann á sjúkrahúsið. Þessi maður stóð um þær mundir fyrir
eins konar námskeiði í hugleiðslu og aðferðum við hana.
Ræddi hann þetta áhugamál sitt við vin sinn Ford og spurði
hann i hálfgerðu gamni, hvort hann fyrir atbeina skyggni
sinnar gæti heimsótt námshópinn sinn í New York. Ford
varð þegar við þessu og lýsti fyrir honum ýmsum einstök-
um atriðum þessu varðandi. Sama kvöldið gekk Fast úr
skugga um það með símtali, að það hafði allt rétt verið.
Þetta varð til þess að kveikja áhuga hins unga læknis, sem
stundaði Ford, og taldi því ekki útilokað, að Ford gæti engu
síður frætt hann um eitt og annað varðandi sjúklinga í
sjúkrahúsinu; sagt hvort sjúkdómsgreiningar hans væru
réttar og hvað mundi koma í ljós við uppskurð, sem lækn-
irinn hugðist gera daginn eftir. Ford reyndist fær um að
gera þetta. Þetta varð til þess, að læknirinn tók nú að leggja
í vana sinn að koma að rúmi Fords á kvöldin, þegar hljótt
var orðið, gefa honum væna sprautu af morfíni og spyrja
hann síðan spjörunum úr. Og þannig gekk þessi hættulegi
leikur í þrjár vikur.
En nú tók móður Fords að þykja dvöl hans löng á sjúkra-