Morgunn


Morgunn - 01.06.1968, Side 32

Morgunn - 01.06.1968, Side 32
26 MORGUNN arrar reynslu, því nú ráðlagði annar læknir honum að róa taugar sínar með hóflegri neyzlu annars bölvalds — áfengis. Og í tuttugu ár reyndi Ford að sigrast á taugaveiklun sinni með aðstoð áfengisins. Eins og þeir kannast við, sem reynslu hafa af vandamálum áfengisneyzlu, þá fannst Ford framan af að hann hefði vald á áfenginu og tækist jafnvel stundum betur en oft áður, því hann hélt áfram fyrirlestra- ferðalögum víðsvegar um heim, eins og áður. En það fór að koma oftar og oftar fyrir, að hann var óvinnufær dög- um saman. Og þannig hallaði undan fæti smám saman. Stundum leitaði Ford lækna og var þá á köflum allvongóð- ur um bata, en hann komst, eins og fleiri, að raun um, að læknar kunna ekki ráð við ofdrykkju. Það er að vísu unnt að halda drykkjusjúklingi frá drykkju um stundarsakir, en hitt er þrautin þyngri, að gera hann að algjörum reglu- manni. f þeim efnum hefur bæði trúarbrögðunum og lækn- islistinni brugðizt bogalistin að mestu leyti. Það kom í hlut félagsskapar ofdrykkjumannanna sjálfra, að varpa Ijósi yfir þetta aldagamla vandamál. 1 þessum vandræðum kom þekkingin á sálrænum efnum Ford að engu haldi. Það fór að koma að því, að hann varð að leggjast inn á sjúkrahús hvað eftir annað vegna ýmis konar lasleika, sem áttu rætur sínar að rekja til ofneyzlu áfengis. Og hann varð einnig hvað eftir annað að láta aflýsa fyrirlestrum eða fara upp í ræðustólinn meira eða minna kenndur. Og hann fór að týna tímanum. Við skulum nú láta Ford sjálfan segja frá einu slíku tilviki, sem varð áhrifaríkt fyrir hann. „Og svo kemur það fyrir einn morguninn, að ég vakna við það, að ég er kominn til Florida, án þess að muna nokk- urn skapaðan hlut eftir því hvenær ég hefði farið að heiman frá mér í Kaliforníu. Ég leitaði uppi lestarstjórann, sem sagði mér, að alla leið um þvera álfuna hefði ég ekki vikið úr klefa mínum, látið færa mér þangað mat við og við, verið mjög drukkinn alla leið, en þó rólegur, og að því er virtist sinnulítill. Ég lét konu mína vita, hvar ég var niður kominn, en hún svaraði og sagðist vera að sækja um skilnað og verða
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.