Morgunn - 01.06.1968, Side 34
28
MORGUNN
komst ég að raun um, að allir þessir menn höfðu áður verið
drykkjusjúklingar. Hafði mig aldrei grunað, að Cliff hefði
verið einn í þeirra hópi. Ég hlustaði með mikilli athygli á
það, sem ýmsir þessara manna sögðu um þær þjáningar og
þá niðurlægingu, sem áfengisnautnin hafði leitt yfir þá. Ég
skildi þá mætavel. Þetta var í fyrsta skipti, sem ég heyrði
rætt um ofdrykkjuna af náinni reynslu, hve lúmsk hún er
að eyðileggja mótstöðuafl líkamans og brjóta niður sálar-
þrekið, og að hér væri fyrst og fremst um sjúkdóm að ræða,
sem þyrfti að lækna, en ekki líta á hann sem ófyrirgefan-
legan ræfildóm og skort á velsæmi. Mér fannst þessi sam-
koma vera mér til afarmikillar andlegrar styrkingar, og
hreinskilni og auðmýkt ræðumanna hafði djúptæk áhrif á
mig. Þetta var hóplækning, eins og hún getur bezt orðið.
Eigi að síður fannst mér ég ekki eiga þarna heima sökum
þess, að ég var búinn að sigrast á drykkjufýsn minni — að
ég hugði, og þurfti því ekki á neinni lækningu að halda.
Eða hvað? Ekki var liðinn langur tími, þegar ég vaknaði
í gistiherbergi einu, sem ég kannaðist ekkert við, og komst
ég að því, mér til mikillar skelfingar, að ég hafði verið blind-
fullur í heila vik. Það er eitt af sjúkdómseinkennum of-
drykkjunnar, að maður gleymir sér gjörsamlega, man
hvorki hvað gerzt hefur né að maður hafi verið drukkinn.
Það er engu líkara en annarleg vera hafi fengið vald yfir
líkamanum um stund, valdið þar sínu tjóni og yfirgefið
hann síðan að fenginni fullnægingu. Þarna lá ég í rúminu og
gerði mér það ljóst, að mælirinn var orðinn fullur, og að nú
voru síðustu forvöð að snúa við og taka á sig þær hræðilegu
þjáningar, sem því yrði samfara. Ég gjörþekkti þetta allt,
hina andlegu og líkamlegu þjáningu, iðrunin og smánina.
Átján klukkustundir lá ég þarna og barðist hinni örvænting-
arfyllstu baráttu. Að lokum var svo úr mér dreginn allur
kjarkur, að ég sá enga aðra lausn en að deyja, og samkvæmt
því tók ég þá ákvörðun að drekka mig í hel. Ég seildist í
símatólið á borðinu til þess að biðja þjóninn að færa mér
áfengi.