Morgunn


Morgunn - 01.06.1968, Page 34

Morgunn - 01.06.1968, Page 34
28 MORGUNN komst ég að raun um, að allir þessir menn höfðu áður verið drykkjusjúklingar. Hafði mig aldrei grunað, að Cliff hefði verið einn í þeirra hópi. Ég hlustaði með mikilli athygli á það, sem ýmsir þessara manna sögðu um þær þjáningar og þá niðurlægingu, sem áfengisnautnin hafði leitt yfir þá. Ég skildi þá mætavel. Þetta var í fyrsta skipti, sem ég heyrði rætt um ofdrykkjuna af náinni reynslu, hve lúmsk hún er að eyðileggja mótstöðuafl líkamans og brjóta niður sálar- þrekið, og að hér væri fyrst og fremst um sjúkdóm að ræða, sem þyrfti að lækna, en ekki líta á hann sem ófyrirgefan- legan ræfildóm og skort á velsæmi. Mér fannst þessi sam- koma vera mér til afarmikillar andlegrar styrkingar, og hreinskilni og auðmýkt ræðumanna hafði djúptæk áhrif á mig. Þetta var hóplækning, eins og hún getur bezt orðið. Eigi að síður fannst mér ég ekki eiga þarna heima sökum þess, að ég var búinn að sigrast á drykkjufýsn minni — að ég hugði, og þurfti því ekki á neinni lækningu að halda. Eða hvað? Ekki var liðinn langur tími, þegar ég vaknaði í gistiherbergi einu, sem ég kannaðist ekkert við, og komst ég að því, mér til mikillar skelfingar, að ég hafði verið blind- fullur í heila vik. Það er eitt af sjúkdómseinkennum of- drykkjunnar, að maður gleymir sér gjörsamlega, man hvorki hvað gerzt hefur né að maður hafi verið drukkinn. Það er engu líkara en annarleg vera hafi fengið vald yfir líkamanum um stund, valdið þar sínu tjóni og yfirgefið hann síðan að fenginni fullnægingu. Þarna lá ég í rúminu og gerði mér það ljóst, að mælirinn var orðinn fullur, og að nú voru síðustu forvöð að snúa við og taka á sig þær hræðilegu þjáningar, sem því yrði samfara. Ég gjörþekkti þetta allt, hina andlegu og líkamlegu þjáningu, iðrunin og smánina. Átján klukkustundir lá ég þarna og barðist hinni örvænting- arfyllstu baráttu. Að lokum var svo úr mér dreginn allur kjarkur, að ég sá enga aðra lausn en að deyja, og samkvæmt því tók ég þá ákvörðun að drekka mig í hel. Ég seildist í símatólið á borðinu til þess að biðja þjóninn að færa mér áfengi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.