Morgunn - 01.06.1968, Side 42
36
MORGUNN
árum. Um langt árabil starfaði hún sem miðill fyrir Sálar-
rannsóknafélag íslands og naut mikilla vinsælda af því
starfi. ^
Sálrænir hæfileikar hennar bættu henni að nokkru upp
það böl, sem lömunin varð henni eðlilega. Ég tel tvímæla-
laust, að nokkrum sinnum hafi hún skilið við jarðnesku
fjötrana og farið til annarra staða, jarðneskra, og lýst þar
aðstæðum og atburðum, svo að ekki varð á annan hátt skýrt
en svo, að hún hefði raunverulega heimsótt þessa staði.
Um þessi efni var ánægjulegt að ræða við frú Guðrúnu,
hún var svo öfgalaus kona, og dómgreind hennar var svo
skemmtilega skýr á þessar vandmeðförnu og torráðnu
rúnir.
Og svo var einnig um það, sem hún skynjaði sjálf og hún
taldi ástæðu til að ætla, að frá ójarðneskri veröld væri kom-
ið. Hvað eftir bar fyrir hana sýnir, sem eðlilegast er að
skýra sem myndir gamalla atburða, einhvers konar minn-
ingamyndir á tjaldi tímans.
Slíkar sýnir virtist frú Guðrúnu auðvelt að greina frá
nýlátnu fólki, sem birtist henni til að koma á framfæri
ákveðnum óskum sínum og vilja. En slíkar sýnir sá hún
fjölmargar og sumar mjög sannfærandi.
Á transfundum, sem hún hafði vikulega í mörg ár undir
handleiðslu Einars H. Kvarans, fengu margir sannfærandi
gögn fyrir því, að látnir lifa.
Um þetta allt má lesa nokkuð í bókinni um reynslu henn-
ar í tveim heimum, þótt sú bók gefi engan veginn fullnægj-
andi mynd af því, sem frú Guðrún lifði sjálf og hinu, sem
fólk reyndi á transfundum hennar og ekki verður með skyn-
samlegum rökum hrakið. En varfærni hennar um einkamál
annarra, sem á fund hennar leituðu, bauð henni að láta
liggja í þagnargildi margt það, sem merkast var í sálrænni
reynslu hennar.
Það þekkti ég persónulega, hve annt henni var um, að
hreinum höndum væri um sálrænu málin farið. Henni var
það sárt, að heyra sögur um það, sem fyrir sjálfa hana
9