Morgunn


Morgunn - 01.06.1968, Page 42

Morgunn - 01.06.1968, Page 42
36 MORGUNN árum. Um langt árabil starfaði hún sem miðill fyrir Sálar- rannsóknafélag íslands og naut mikilla vinsælda af því starfi. ^ Sálrænir hæfileikar hennar bættu henni að nokkru upp það böl, sem lömunin varð henni eðlilega. Ég tel tvímæla- laust, að nokkrum sinnum hafi hún skilið við jarðnesku fjötrana og farið til annarra staða, jarðneskra, og lýst þar aðstæðum og atburðum, svo að ekki varð á annan hátt skýrt en svo, að hún hefði raunverulega heimsótt þessa staði. Um þessi efni var ánægjulegt að ræða við frú Guðrúnu, hún var svo öfgalaus kona, og dómgreind hennar var svo skemmtilega skýr á þessar vandmeðförnu og torráðnu rúnir. Og svo var einnig um það, sem hún skynjaði sjálf og hún taldi ástæðu til að ætla, að frá ójarðneskri veröld væri kom- ið. Hvað eftir bar fyrir hana sýnir, sem eðlilegast er að skýra sem myndir gamalla atburða, einhvers konar minn- ingamyndir á tjaldi tímans. Slíkar sýnir virtist frú Guðrúnu auðvelt að greina frá nýlátnu fólki, sem birtist henni til að koma á framfæri ákveðnum óskum sínum og vilja. En slíkar sýnir sá hún fjölmargar og sumar mjög sannfærandi. Á transfundum, sem hún hafði vikulega í mörg ár undir handleiðslu Einars H. Kvarans, fengu margir sannfærandi gögn fyrir því, að látnir lifa. Um þetta allt má lesa nokkuð í bókinni um reynslu henn- ar í tveim heimum, þótt sú bók gefi engan veginn fullnægj- andi mynd af því, sem frú Guðrún lifði sjálf og hinu, sem fólk reyndi á transfundum hennar og ekki verður með skyn- samlegum rökum hrakið. En varfærni hennar um einkamál annarra, sem á fund hennar leituðu, bauð henni að láta liggja í þagnargildi margt það, sem merkast var í sálrænni reynslu hennar. Það þekkti ég persónulega, hve annt henni var um, að hreinum höndum væri um sálrænu málin farið. Henni var það sárt, að heyra sögur um það, sem fyrir sjálfa hana 9
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.