Morgunn - 01.06.1968, Blaðsíða 44
Einar Loftsson:
Á miðilsfundum
hjá Guðrúnu frá Berjanesi
☆
1 sambandi við minningargrein u.m frá Guðrúnu Guð-
mundsdóttur frá Berjanesi í þessu hefti Morguns þykir
mér hlíða að birta jafnframt lítið sýnishorn frá miðilsstarfi
hennar á vegum Sálarrannsóknafélags Islands, en þar starf-
aði hún á árunum 1930—1939 og raunar einnig nokkuð síð-
ar. Og raunar má segja, að fram til hinztu stundar hafi
hugur hennar fyrst og fremst snúizt um þau málefni. Og
að alla ævi hafi hún í þeim efnum orðið harla mörgum að
liði og veitt þeim huggun og sálarstyrk, ekki aðeins með
fjölhæfum miðilsgáfum sínum. heldur einnig með persónu-
legum áhrifum sinnar fögru, alúðlegu og fáguðu framkomu.
Ég hef valið að birta hér kafla úr erindum Einars Lofts-
sonar kennara, sem birtust í Morgni árin 1932 og 1934
og hann nefndi: Sannanir hjá miðlum í Reykjavík. Þessi frá-
sögn birtist einnig í bók frú Guðrúnar: Tveir heimar, er út
kom árið 1948. Segja má, að hér sé valið nokkuð af handa-
hófi, en eigi að síður gefur þessi frásaga rétta og skýra
mynd af miðilshæfileikum frú Guðrúnar, þótt freistandi
hefði verið að birta um þá fleiri dæmi.
Ég hef svo þennan formála ekki lengri, og hefst nú frá-
sögn Einars Loftssonar. — Ritstjórinn.
Ég var nokkur ár farkennari á Austurlandi, í Helgustaða-
hreppi við Reyðarfjörð. Á meðal nemenda minna þar var
drengur einn, sem sérstaklega dró að sér athygli mína, ekki
aðeins vegna fjölhæfra og þróttmikilla námshæfileika sinna,
heldur líka vegna óvenju þroskaðrar skapgerðar og fjöl-