Morgunn


Morgunn - 01.06.1968, Side 45

Morgunn - 01.06.1968, Side 45
MORGUNN 39 skrúðugs hugsunarlífs, er einkenndi hann þegar á bernsku- árum hans, þessa alls, er aflaði honum trausts, vinsælda og almenningshylli með f jölgandi árum. Það var því ekki að ástæðulausu, að allar björtustu framtíðarvonir foreldra hans voru tengdar við hann. En þeir voru ekki einir um slíkar vonir. Vaxandi æska sá í honum leiðtoga, og allir, sem kynnust honum nokkuð náið, sáu, að fáir myndu lík- legri en hann til að verða, ekki aðeins sveit sinni, heldur og líka þjóð sinni, hin nýtasta stoð. En seinni hluta sumars 1929 skyggði ský fyrir sólu. Hann sýktist af tæringu, ekki alvarlega, að því, er virtist í fyrstu, bæði hann og vinir hans voru vongóðir um bata, er hann kvaddi þá og fór til dvalar í Kristneshæli. En þær von- ir rættust ekki. Sumarið 1930 voru jarðneskar líkamsleifar hans bornar til moldar að viðstöddu f jölmenni. Enginn var Þar viðstaddur, að ég hygg, sem ekki fann ákveðið til þess, hversu mikið var horfið með honum. En ákveðnast fundu Þeir til þess, er tengdir voru honum nánustum vináttu- og skyldleika-böndum. Haustið 1930 flutti ég alfarið af Austurlandi til Reykja- víkur. Ég var þá svo heppinn að eiga kost á því að vera ýmist öðru hvoru eða þá að staðaldri gestur á sambands- fundum hér í bæ, veturinn 1930—’31. Ég kom aldrei svo á fundi, að ég vonaðist ekki nokkuð ákveðið eftir því, að þessi piltur gerði vart við sig, en af því varð samt ekki. Það var fyrst veturinn 1931—’32, sem hann virtist gera nokkuð ákveðna tilraun til þess að sanna framhaldslíf sitt, og að þvi viðfangsefni gekk hann með sama áhuganum og ein- lægninni, sem einkenndi viðhorf hans til allra þeirra við- fangsefna, er hann helgaði krafta sína. Svo var það eitt sinn, fyrri hluta vetrar 1932, að ég var gestur á sambandsfundi hjá frú Guðrúnu Guðmundsdóttur. Jakob, sá er talar af vörum frúarinnar, er hún er í sam- bandsástandi, ávarpaði mig og kvaðst sjá mann, er stæði hægra megin við mig. Sagði hann gest þennan vera fullkom- lega meðalmann á hæð, hann svaraði sér vel, og hann væri
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.