Morgunn - 01.06.1968, Page 45
MORGUNN
39
skrúðugs hugsunarlífs, er einkenndi hann þegar á bernsku-
árum hans, þessa alls, er aflaði honum trausts, vinsælda og
almenningshylli með f jölgandi árum. Það var því ekki að
ástæðulausu, að allar björtustu framtíðarvonir foreldra
hans voru tengdar við hann. En þeir voru ekki einir um
slíkar vonir. Vaxandi æska sá í honum leiðtoga, og allir,
sem kynnust honum nokkuð náið, sáu, að fáir myndu lík-
legri en hann til að verða, ekki aðeins sveit sinni, heldur og
líka þjóð sinni, hin nýtasta stoð.
En seinni hluta sumars 1929 skyggði ský fyrir sólu.
Hann sýktist af tæringu, ekki alvarlega, að því, er virtist í
fyrstu, bæði hann og vinir hans voru vongóðir um bata, er
hann kvaddi þá og fór til dvalar í Kristneshæli. En þær von-
ir rættust ekki. Sumarið 1930 voru jarðneskar líkamsleifar
hans bornar til moldar að viðstöddu f jölmenni. Enginn var
Þar viðstaddur, að ég hygg, sem ekki fann ákveðið til þess,
hversu mikið var horfið með honum. En ákveðnast fundu
Þeir til þess, er tengdir voru honum nánustum vináttu- og
skyldleika-böndum.
Haustið 1930 flutti ég alfarið af Austurlandi til Reykja-
víkur. Ég var þá svo heppinn að eiga kost á því að vera
ýmist öðru hvoru eða þá að staðaldri gestur á sambands-
fundum hér í bæ, veturinn 1930—’31. Ég kom aldrei svo á
fundi, að ég vonaðist ekki nokkuð ákveðið eftir því, að þessi
piltur gerði vart við sig, en af því varð samt ekki. Það var
fyrst veturinn 1931—’32, sem hann virtist gera nokkuð
ákveðna tilraun til þess að sanna framhaldslíf sitt, og að
þvi viðfangsefni gekk hann með sama áhuganum og ein-
lægninni, sem einkenndi viðhorf hans til allra þeirra við-
fangsefna, er hann helgaði krafta sína.
Svo var það eitt sinn, fyrri hluta vetrar 1932, að ég var
gestur á sambandsfundi hjá frú Guðrúnu Guðmundsdóttur.
Jakob, sá er talar af vörum frúarinnar, er hún er í sam-
bandsástandi, ávarpaði mig og kvaðst sjá mann, er stæði
hægra megin við mig. Sagði hann gest þennan vera fullkom-
lega meðalmann á hæð, hann svaraði sér vel, og hann væri