Morgunn


Morgunn - 01.06.1968, Side 46

Morgunn - 01.06.1968, Side 46
40 MORGUNN unglegur í útliti. ,,Hann er í gráum fötum“, hélt Jakob áfram. „Hann hefur nokkuð mikið hár, sem virðist einhvern veginn skolleitt að sjá, það er einhvern veginn millilitur á því. Augun eru gráblá að því ég fæ bezt séð, en það skín fjör og áhugi úr þeim. Hann hefur getað verið glettinn og gamansamur í sínum hópi, þessi piltur, þá hafa stundum komið einkennilegir drættir í kringum augun á honum. Hann hefur átt það til að vera smáertinn, en ævinlega var bak við það græskulaus glettni og gamansemi, því að það var fjarri honum að vilja særa eða móðga aðra. Þið hljótið að hafa verið vel kunnugir, hann er svo innilegur við þig. Nú færir hann sig allt í einu úr treyjunni, hann brettir upp skyrtuermunum. Nú skil ég, hvað hann meinar með þessu. Hann er að sýna mér, hvernig hann hafi þvegið sér. Hann dýfir andlitinu niður í vatnið í þvottaskálinni og þvær sér með höndunum. Hann er nú farinn að raka sig, mér sýnist hann nota rakvél. Hann er að bera sápu framan í sig, skelf- ing notar hann mikla sápu, hann fer ekkert sparlega með hana. Hann hlær, er ég segi þetta, og horfir dálítið kankvís- lega til mín, hann heldur, að þú munir skilja þetta. Hann hefur verið bókhneigður, þessi piltur. Hann hefur áreiðan- lega einhvern tima verið í skóla, en hefur langað til að læra meira en þar var kennt, viljað halda áfram. Það bregður fyrir mynd af landslagi bak við hann. Hann hefur átt þarna heima, en ég þarf ekki að lýsa þessu landslagi nánar, ég þekki það, ég sá þetta sama í sambandi við spiltinn, sem ég sagði þér frá í fyrra, þann, sem ævinlega var með þér, er þú komst hingað. Það virðist ekki vera mjög langt síðan hann fór, en hann hefur ekki dáið heima hjá sér. Hann hefur fengið þessa vondu veiki í brjóstið (þ.e. tæringu, en Jakob nefnir þá veiki ævinlega því nafni), og dáið í sjúkrahúsi, þar sem margir hafa legið í sömu veikinni. Hann virðist hafa verið nokkuð mikið veikur áður en hann fór, en hann vill ekki fara nánar út í það. Ég get ekki náð í meira hjá honum, en
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.