Morgunn - 01.06.1968, Page 46
40
MORGUNN
unglegur í útliti. ,,Hann er í gráum fötum“, hélt Jakob
áfram. „Hann hefur nokkuð mikið hár, sem virðist einhvern
veginn skolleitt að sjá, það er einhvern veginn millilitur á
því. Augun eru gráblá að því ég fæ bezt séð, en það skín
fjör og áhugi úr þeim. Hann hefur getað verið glettinn og
gamansamur í sínum hópi, þessi piltur, þá hafa stundum
komið einkennilegir drættir í kringum augun á honum.
Hann hefur átt það til að vera smáertinn, en ævinlega var
bak við það græskulaus glettni og gamansemi, því að það
var fjarri honum að vilja særa eða móðga aðra. Þið hljótið
að hafa verið vel kunnugir, hann er svo innilegur við þig.
Nú færir hann sig allt í einu úr treyjunni, hann brettir upp
skyrtuermunum. Nú skil ég, hvað hann meinar með þessu.
Hann er að sýna mér, hvernig hann hafi þvegið sér. Hann
dýfir andlitinu niður í vatnið í þvottaskálinni og þvær sér
með höndunum. Hann er nú farinn að raka sig, mér sýnist
hann nota rakvél. Hann er að bera sápu framan í sig, skelf-
ing notar hann mikla sápu, hann fer ekkert sparlega með
hana. Hann hlær, er ég segi þetta, og horfir dálítið kankvís-
lega til mín, hann heldur, að þú munir skilja þetta. Hann
hefur verið bókhneigður, þessi piltur. Hann hefur áreiðan-
lega einhvern tima verið í skóla, en hefur langað til að læra
meira en þar var kennt, viljað halda áfram. Það bregður
fyrir mynd af landslagi bak við hann. Hann hefur átt þarna
heima, en ég þarf ekki að lýsa þessu landslagi nánar, ég
þekki það, ég sá þetta sama í sambandi við spiltinn, sem ég
sagði þér frá í fyrra, þann, sem ævinlega var með þér, er
þú komst hingað.
Það virðist ekki vera mjög langt síðan hann fór, en hann
hefur ekki dáið heima hjá sér. Hann hefur fengið þessa
vondu veiki í brjóstið (þ.e. tæringu, en Jakob nefnir þá
veiki ævinlega því nafni), og dáið í sjúkrahúsi, þar sem
margir hafa legið í sömu veikinni. Hann virðist hafa verið
nokkuð mikið veikur áður en hann fór, en hann vill ekki
fara nánar út í það. Ég get ekki náð í meira hjá honum, en