Morgunn


Morgunn - 01.06.1968, Side 50

Morgunn - 01.06.1968, Side 50
44 MORGUNN Ég sé baggana í bátnum“, mælti Jakob, „og hann líka, en þá var hann ekki stór“. Hvað hann átti við með þessu, skildi ég ekki, mundi ekki eftir neinu slíku. Ég skrifaði föður pilts- ins og spurði hann, hvort hann gæti skilið, hvað hann ætti við með þessu. Hann svaraði þeirri spurningu játandi. Hann kvaðst oft hafa þurft að fá sér slægjubletti lánaða hér og þar, meðan hann hefði verið að rækta tún kringum bæinn. Meðal annars kvaðst hann stundum hafa flutt það heim til sín á bát, og þá hefði þessi sonur sinn einatt verið með sér, þótt lítill væri, en þetta gerðist áður en ég kom á Austur- land. „Hann sýnir mér nú lítinn bát“, sagði Jakob. „Hann segir mér, að þeir hafi stundum farið á honum í fjörðinn og einatt lengra, en jafnframt sýnir hann mér stærri bát. Ég sé pilt- inn, sem ég er að segja þér frá, í stærri bátnum, og hann sýnir mér tvo menn með sér. Ég sé þá samt ekki eins skýrt og hann, en fremst í bátnum, sko, þegar honum er róið áfram, sé ég sitja aldraðan mann, hann er með alskegg. 1 miðjum bátnum sé ég ennfremur ungan mann, sé hann að vísu óglöggt, en eldri maðurinn er áreiðanlega nákomnari þessum pilti, sem ég er að lýsa, en hinn maðurinn, er ég sé óskýrast. En þessi piltur, sem er hjá þér núna, situr aftast í bátnum. Þessir menn hafa áreiðanlega einhvern tíma róið með honum á þessum báti. Sá, sem situr fremst, er elztur, eins og ég sagði; hann hefur alskegg". Þetta er hárrétt, bæði lýsingin af bátnum og mönnunum. Eldri maðurinn, er Jakob segist sjá í bátnum með piltinum, sem hann er að lýsa, er faðir hans, en ungi maðurinn, er hann kveðst sjá óskýrast, er sjómaður, sem reri með þeim eitt sumar. Þeir sátu þannig í bátnum eins og Jakob lýsir. „En hvað þetta hefur verið góður drengur", hélt Jakob áfram, „það hafa áreiðanlega margir saknað hans“. Fram að þessu hafði ég ekki spurt neins. Jakob hélt um- sögn sinni um hann áfram og lýsti því, er hann kvað hann sýna sér, viðstöðulaust, hratt og greinilega, án þess nokkurt hlé yrði á, og ég átti fullt í fangi með að hafa undan að rita
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.