Morgunn - 01.06.1968, Síða 50
44
MORGUNN
Ég sé baggana í bátnum“, mælti Jakob, „og hann líka, en
þá var hann ekki stór“. Hvað hann átti við með þessu, skildi
ég ekki, mundi ekki eftir neinu slíku. Ég skrifaði föður pilts-
ins og spurði hann, hvort hann gæti skilið, hvað hann ætti
við með þessu. Hann svaraði þeirri spurningu játandi. Hann
kvaðst oft hafa þurft að fá sér slægjubletti lánaða hér og
þar, meðan hann hefði verið að rækta tún kringum bæinn.
Meðal annars kvaðst hann stundum hafa flutt það heim til
sín á bát, og þá hefði þessi sonur sinn einatt verið með sér,
þótt lítill væri, en þetta gerðist áður en ég kom á Austur-
land.
„Hann sýnir mér nú lítinn bát“, sagði Jakob. „Hann segir
mér, að þeir hafi stundum farið á honum í fjörðinn og einatt
lengra, en jafnframt sýnir hann mér stærri bát. Ég sé pilt-
inn, sem ég er að segja þér frá, í stærri bátnum, og hann
sýnir mér tvo menn með sér. Ég sé þá samt ekki eins skýrt
og hann, en fremst í bátnum, sko, þegar honum er róið
áfram, sé ég sitja aldraðan mann, hann er með alskegg. 1
miðjum bátnum sé ég ennfremur ungan mann, sé hann að
vísu óglöggt, en eldri maðurinn er áreiðanlega nákomnari
þessum pilti, sem ég er að lýsa, en hinn maðurinn, er ég sé
óskýrast. En þessi piltur, sem er hjá þér núna, situr aftast
í bátnum. Þessir menn hafa áreiðanlega einhvern tíma róið
með honum á þessum báti. Sá, sem situr fremst, er elztur,
eins og ég sagði; hann hefur alskegg".
Þetta er hárrétt, bæði lýsingin af bátnum og mönnunum.
Eldri maðurinn, er Jakob segist sjá í bátnum með piltinum,
sem hann er að lýsa, er faðir hans, en ungi maðurinn, er
hann kveðst sjá óskýrast, er sjómaður, sem reri með þeim
eitt sumar. Þeir sátu þannig í bátnum eins og Jakob lýsir.
„En hvað þetta hefur verið góður drengur", hélt Jakob
áfram, „það hafa áreiðanlega margir saknað hans“.
Fram að þessu hafði ég ekki spurt neins. Jakob hélt um-
sögn sinni um hann áfram og lýsti því, er hann kvað hann
sýna sér, viðstöðulaust, hratt og greinilega, án þess nokkurt
hlé yrði á, og ég átti fullt í fangi með að hafa undan að rita