Morgunn - 01.06.1968, Qupperneq 51
MORGUNN
45
jafnóðum það, er hann sagði. En nú varð örlítil þögn af
hálfu Jakobs. Ég notaði tækifærið og spurði: „Langar þig
ekki til að senda einhverjum fleirum skilaboð?" „Ég er ein-
rnitt að gera það núna“, lét hann Jakob svara aftur. „Ég
veit, hver tekur við þeim, og þú kemur þeim þangað, sem
Þau eiga að fara“.
„Máske hann geti sýnt þér, úr hverju hann hafi dáið“,
sagði frú G Kvaran. „Hann getur það vafalaust", mælti
Jakob, „en hann segist helzt vilja vera laus við að rifja upp
dauðastund sína og aðdraganda hennar. Hann segist hafa
gefið það í skyn, er hann hafi komið fyrst að sambandinu,
°g telur það muni nægja. Hann kveðst miklu heldur vilja
njóta sólbliks líðandi endurfundarstundar í ró og næði, en
fara að rif ja upp og lifa aftur, þótt aðeins sé í minningunum,
veikindi sín, en hann á eftir að segja meira“, hélt Jakob
afram. „Honum þykir innilega vænt um fólkið sitt. Hann
sýnir mér mann hjá sér. Það er myndarlegur maður, er
hann sýnir mér, og honum þykir innilega vænt um hann,
hann elskar hann. Þetta er áreiðanlega faðir hans, sem hann
er að sýna mér. Hann er fullkomlega meðalmaður á hæð,
hann er með alskegg, samt hefur hann ekki ævinlega haft
bað, helzt haft það á veturna, hann hafði stundum bara yf-
irskegg; það er, eða hefur verið, einhvern veginn jarpleitt
á litinn. Hárið á honum hefur verið skolleitt, það virðist
orðið nokkuð þunnt, og hann er farinn að hærast. Hann er
fremur toginleitur og hefur gráleit augu. Mér sýnist hann
fremur þreytulegur á svipinn; ennið er nokkuð hrukkótt.
Þetta er einkar skýr og greindarlegur maður að sjá, og mér
virðist sem einatt hafi verið leitað umsagnar hans og álits
um eitt og annað. Hann hefur áreiðanlega haft fleirum
störfum að gegna en þeim, sem beinlínis snertu hann sjálf-
an eða heimili hans. Þetta er áreiðanlega ágætis maður,
vandaður og ábyggilegur. Þessi maður, sem hann er að sýna
ruér, þekkir þig áreiðanlega, Einar. Pilturinn, sem ég er að
segja þér frá, tekur það beinlínis fram. Hann sýnir mér
líka konu hjá þeim. Hann horfir mjög innilega til hennar.