Morgunn - 01.06.1968, Síða 52
46
MORGUNN
Hún raulaði stundum fyrir munni sér, þegar hún var að
ganga um húsið eða vinna verk sín. Konan er ekki há vexti,
en svarar sér vel. Ég held áreiðanlega, að þetta séu foreldr-
ar hans, og þeir eru enn lifandi. — Hann segir, þessi piltur,
að foreldrar sínir hafi hafi alið vonir um það, að hann yrði
þeim til ánægju og gleði, en þó ég hafi ekki getað uppfyllt
þær vonir, eins og þau og mig dreymdi um, meðan við vor-
um saman að sýnilegum návistum, þá vona ég eigi að síður,
að mér auðnist ennþá að bera Ijós og yl heim í gamla bæinn
minn. Hann hefur farið vel með allt, sem hann átti, geymt
það vel og ekki eytt neinu í óhóf eða munað. Hann sýnir
mér kassa eða kistil, sem hann hafi geymt dót sitt í“.
Um þetta, er Jakob lýsir í sambandi við þennan pilt, eða
hefur beinlínis eftir honum, er óþarfi að fjölyrða mikið fyrir
mig. Lýsing hans af foreldrum piltsins og umsögn hans um
þá, er hér rétt og sönn, og eins þau atriði önnur, er hann
dregur fram. Ég hygg, að engum, sem les þessa greinilegu
og skýru lýsingu Jakobs af skapgerð þessa pilts, sem nokk-
uð þekkti hann, sem þekkir staðhætti, sem kannast við eða
man eftir einhverjum þeim atvikum, er hann minnir á frá
liðnum tíma og dregur fram í sannanaskyni fyrir fram-
haldslífi sínu hinum megin grafar, geti blandazt hugur um
það, hverjum Jakob er hér að lýsa; að hann hér er að lýsa
og segja frá Ara Ásmundssyni frá Bjargi í Helgustaðahreppi
við Reyðarfjörð. Að minnsta kosti ekki mér eða ástvin-
um hans.
En hann átti eftir að gera meira. Þann 14. marz var ég
einn af fundargestunum hjá frú Guðrúnu. Jakob ávarpaði
mig þegar í fundarbyrjun og sagði, að pilturinn, sem hann
hefði verið að lýsa hjá mér um daginn, væri nú kominn til
mín. Ég læt nú Jakob hafa orðið:
„Hann hefur langað til að láta vini sína heyra frá sér og
vita af nærveru sinni fyrr en nú, en hann hefur brostið hent-
ug skilyrði til þess. Ég sé nú heim til hans. Það er f jöllótt og
hæðótt kringum bæinn hans. Fjöllin eru nálæg, og landinu
hallar niður að firðinum, en ég sé ekki neitt sléttlendi eða