Morgunn


Morgunn - 01.06.1968, Síða 58

Morgunn - 01.06.1968, Síða 58
Sveinn Víkingur: Skyggnigáfan Erindi flutt á fundi S. R. F. í. í Reykjavík 1967. ☆ Ég hef verið beðinn að segja hér nokkur orð áður en skyggnilýsingar Hafsteins Björnssonar miðils hefjast, og er mér ljúft að verða við þeim tilmælum. Þegar við sjáum eða virðum fyrir okkur hlutina í kring um okkur og umhverfið, þá gerist þetta, eins og við vitum, með þeim hætti, að hlutirnir varpa frá sér því ljósi, sem á þá skín. Og þegar þeir geislar hitta á ljósop augans, þá speglast mynd hlutarins á bakhlið augans, líkt og gerist í venjulegri ljósmyndavél. En um þennan flöt greinist sjón- taugin, sem ber myndina eða áhrif hennar til heilans, og um leið skynjum við þessa mynd með einhverjum þeim hætti, sem við þó getum ekki fyllilega skýrt. Vitund okkar, hugur eða sál gerir sér grein fyrir hlutnum, sér hann eins og við köllum það, og þá fyrir utan okkur og á þeim stað, sem hann raunverulega er. Við getum lýst honum og sagt frá honum með orðum. Og horfi tveir eða fleiri menn á sama hlutinn í senn í sæmilegri birtu eða dagsljósi, sjá þeir hann mjög svipað, ef sjón þeirra er ógölluð, og lýsa honum á sama veg. Hinn skyggni eða ófreski maður hefur aftur á móti þann hæfileika að geta, að minnsta kosti á stundum, séð fólk, hluti, umhverfi, atburði og myndir, sem aðrir alls ekki sjá eða skynja, þó þeir standi alveg við hlið hins skyggna og séu með galopin augu. Það, sem hinn skyggni sér, er því ekki raunverulegt í þeim skilningi, sem við erum vön að leggja í það orð. Það er meira að segja alls ekki víst, að þeir sjái slíkar sýnir með augunum. Margt bendir til, að svo sé ekki.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.