Morgunn - 01.06.1968, Side 59
MORGUNN
53
Sumir að minnsta kosti sjá þær með luktum augum og jafn-
vel í myrkri. Það er eins og myndunum sé þrýst inn í vit-
Und þeirra, en fari þangað ekki eftir hinni venjulegu skynj-
analeið í gegn um augað. Eigi að síður geta þessar myndir
°rðið þeim skyggna jafn raunverulegar eins og hann horfi
a þær með sínum venjulegu augum, og það á stundum í svo
ríkum mæli, að hann á sjálfur örðugt með að greina á milli,
hvað sé skyggnisjón og hvað venjuleg skynjun. Og oft virð-
lst þetta hvorutveggja gerast alveg samtímis og í einu,
þannig, að hann skynjar í senn dulsýnina sjálfa og það
raunverulega og öllum sýnilega umhverfi, sem hún birtist í.
Ég skal reyna að skýra þetta með dæmi. Skyggn maður
hemur á bæ eða í hús, og húsbóndinn býður honum inn í
stofu. Hann sér stofuna og alla þá hluti, sem þar eru inni
alveg á sama hátt og þú eða ég mundum gera. Meðal ann-
ars sér hann gamlan mann sitja þar í stól í einu horninu.
Honum finnst ekkert óeðlilegt við hann. En áður en hann
tser tíma til að athuga þetta nánar, býður húsbóndinn hon-
Uru sæti einmitt i stólnum, þar sem öldungurinn sat í. Og í
sama biii hverfur gamli maðurinn og stóllinn er auður.
Sögur áþekkar þessari eru margar til og margar þeirra
svo vel vottfestar, að ekki verða véfengdar.
Þessi einkennilegi hæfileiki til þess að sjá og skynja
annað og meira en aðrir sjá, er engan veginn sjaldgæfur og
aI]t annað en nýr í sögu mannkynsins.
Skyggnt fólk hefur verið til á öllum öldum, og um það er
til sægur frásagna, bæði fornar og nýjar. Ég held jafnvel, að
flestir hafi eitthvert brot af þessum hæfileika. Og ég er á
því, að hér á landi séu þeir miklu fleiri en við vitum um,
sem telja sig einhvern tíma á ævinni hafa séð eitthvað það,
sem þeir hafa ekki getað skýrt eða skilið sem venjulega
skynjun. Og á ég hér við þá, sem eru komnir um eða yfir
oúðjan aldur.
Ég hef áður drepið á það, að algengasta tegund skyggni
er sú, að menn skynja samtímis bæði hið raunverulega um-
hverfi, sem þeir horfa á með sínum líkamlegu augum eins