Morgunn


Morgunn - 01.06.1968, Side 60

Morgunn - 01.06.1968, Side 60
54 MORGUNN og annað fólk, og dulsýnina, sem skyndilega birtist þeim í þessu sýnilega umhverfi. — Og svo eðlilega sameinast oft skyggnisýnin umhverfinu, að menn jafnvel átta sig ekki á því, að um neitt óvenjulegt sé að ræða, fyrr en sýnin hverf- ur. Stundum varir sýnin stutta stund. Við sjáum manni skyndilega bregða fyrir okkur á götu eða inni í stofu, sem hverfur áður en varir. Hitt á sér þó einnig stað, að sýnin varir alllengi, svo unnt er að athuga hana gaumgæfilega. Hitt er sjaldgæfara, en á sér þó einnig stað, að hinum skyggna hverfi skyndilega það umhverfi, sem hann hefur fyrir augum, en í þess stað er brugðið upp fyrir honum al- gjörlega annarlegri sýn, þar sem við blasir nýtt umhverfi, sem hann jafnvel alls ekki þekkir né kannast við, fólk, sem hann hefur aldrei áður séð, og atburðir, sem hann veit engin deili á. Algengasta tegund skyggni er án efa sú, að menn sjá framliðið fólk. Stundum þekkja þeir það greinilega vegna þess, að þeir hafa kynnzt því á meðan það lifði hér á jörð. Stundum þekkja þeir það ekki, en geta lýst því svo ljóst og greinilega, að aðrir eru ekki í minnsta vafa um, að þar hafi verið um nána ættingja eða vini að ræða, sem látnir eru, og sumir fyrir löngu, og hinn skyggni hefur sannanlega aldrei séð eða þekkt á meðan þeir lifðu hér. Oft er það ljóst, að það framliðna fólk, sem hinn skyggni sér, virðist eiga eitthvert ákveðið erindi með því að gera vart við sig. Og þessi erindi geta verið mjög mismunandi. Sama veran sést hvað eftir annað í fylgd með sama mann- inum, eins og hún láti sér sérstaklega annt um hann og vilji fylgjast með öllu starfi hans og lífi, sé honum eins konar verndarengill, sem vill reyna að vara hann við og leiðbeina honum. 1 þessu sambandi er það harla athyglisvert, að oft kemur það fyrir, að þessa sömu veru sjá margir skyggnir menn jafnan vera í fylgd með þeim manni, sem hún vill vernda, og lýsa henni allir á sama veg, svo þar er ekki um að villast. Þessar verur, sem stundum eru nefndar fylgjur, birtast
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.