Morgunn - 01.06.1968, Page 61
MORGUNN
55
hinum skyggna mjög oft góðri stundu áður en sá maður
kemur, sem þær eru í sambandi við. Segir þá oft hinn
skyggni eitthvað á þessa leið: ,,Nú bregst það ekki, að hann
Jón kemur hingað í dag, því ég sá fylgjuna hans koma hér
inn rétt áðan“. Slíkar frásagnir hafa rætzt svo oft og greini-
lega, eins og allir vita, að vart verður í efa dregið.
Ekki er það sjaldgæft, að framliðið fólk birtist þeim, sem
skyggnir eru, mjög stuttu eftir að það hefur kvatt jarðlífið,
og jafnvel áður en hinn skyggni gat vitað eða haft hugmynd
um, að maðurinn væri látinn. Virðist erindi þess þá einkum
vera það, að láta vita um andlát sitt, eða þá hitt, að það vilji
á þennan hátt færa sönnur á, að það lifi eftir líkamsdauðann
— nema hvort tveggja sé.
Til er það, að allmikillar skyggnigáfu gætir hjá þeim,
sem ekki virðast vera gæddir teljandi dulhæfileikum á öðr-
um sviðum. En sjaldgæft mun það þó vera um þá, sem
shyggnir eru að staðaldri. Þeir eru flestir meira og minna
öulrænir á fleiri sviðum. Sumir sjá skyggnisýnir aðeins ein-
stöku sinnum, jafnvel einu sinni eða tvisvar á ævinni. Aðrir
eru skyggnir á vissu skeiði ævinnar, en síðan hverfur þeim
sú gáfa með öllu. Börn eru oft skyggn á meðan þau eru lítil,
en síðan eldist þetta af þeim, og verður eftir það engra dul-
hæfileika vart í fari þeirra.
Þeir sem hafa skyggnigáfuna á háu stigi, sjá meira og
minna svo að segja daglega, munu aftur á móti flestir vera
gæddir jafnhliða ýmsum öðrum dulhæfileikum, einkum dul-
heyrn, þannig að þeir oft heyra eða skynja með einhverjum
hætti, hvað sú vera, sem þeir sjá, segir eða hugsar, eða vill
homa á framfæri, og þá stundum í myndum, sem hún bregð-
Ur upp. Einnig er skyggninni oft samfara fjarskyggnigáfa
(television), þar sem brugðið er upp mynd atburða, sem eru
að gerast í f jarlægð, og jafnvel getur verið um að ræða for-
sPá eða forvizku.
f*að er því svo, að þótt við nefnum dulhæfileikana ýms-
um nöfnum og greinum á milli þeirra fræðilega, þá sýnist
yfirleitt vera náið samband á milli þeirra.