Morgunn


Morgunn - 01.06.1968, Page 62

Morgunn - 01.06.1968, Page 62
56 MORGUNN Því er það, að mjög margir hinna svo nefndu miðla eru gæddir skyggnigáfu í ríkum mæli, ekki í miðilssvefninum eingöngu, heldur einnig í vöku, og þó ekki sízt í því ástandi, sem er einhvers staðar á milli svefnsins og vökunnar, og við nefnum léttan trance eða hálftrance. Þar sem hin algenga skyggnigáfa kemur yfir menn ósjálf- rátt og án þess að hinn skyggni ráði nokkru um það hvort eða hvenær sýn ber fyrir hann, þá getur hinn skyggni mið- ill komizt í það ástand, þegar hann sjálfur vill, að fyrir augu hans tekur að bera það, sem aðrir ekki sjá eða skynja. Einn slíkra miðla er Hafsteinn Björnsson. Upphaflega mun skyggnigáfa hans hafa verið þannig, að í vökunni báru skyndilega fyrir hann sýnir, sem komu og hurfu óvænt og án þess að hann fengi við ráðið. Síðar, er hann öðlaðist þjálfun sem trancemiðill, tók hann að lýsa og segja frá því, sem hann sá og heyrði í sjálfu miðilsástandinu eða miðils- svefninum, og án þess þó að vita af því sjálfur eða muna eftir því, þegar hann vaknaði, hvað hann hafði séð eða heyrt, hvers konar skilaboð hann hafði flutt og hverju hann hafði lýst fyrir þeim, sem með honum sátu. Samtímis því tók þá og að bera á þriðja stigi skyggninnar, ef svo mætti segja, en hún er í því fólgin, sem nú er venjulega nefnt skyggnilýsingar, og sem þið væntanlega nú innan stundar fáið að vera vitni að. Miðillinn er mitt á milli svefns og vöku, hann virðist skynja tvo heima eða tvö tilverusvið samtímis. Annars vegar veit hann af sér þannig, að hann skynjar þennan sal og sér fólkið, sem situr hér inni. En jafn- framt opnast honum annað svið. Hann sér eða skynjar verur hér inni, sem aðrir ekki sjá né verða varir við með sínum venjulegu skynfærum. Hann lýsir þessum verum, segir frá hvar og hjá hverjum þær séu hérna í salnum. Og margar lýsingarnar eru mjög skýrar og nákvæmar. Hann heyrir eða skynjar með einhverjum hætti nöfn þeirra, ýmis atriði úr lífi þeirra hér á jörð, sum fyrir mjög löngu liðin. Hann sér líkt og brugðið sé upp myndum af því umhverfi, sem þetta fólk bjó við hér á jörðunni, lýsir bæjunum þar, sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.