Morgunn - 01.06.1968, Síða 62
56
MORGUNN
Því er það, að mjög margir hinna svo nefndu miðla eru
gæddir skyggnigáfu í ríkum mæli, ekki í miðilssvefninum
eingöngu, heldur einnig í vöku, og þó ekki sízt í því ástandi,
sem er einhvers staðar á milli svefnsins og vökunnar, og við
nefnum léttan trance eða hálftrance.
Þar sem hin algenga skyggnigáfa kemur yfir menn ósjálf-
rátt og án þess að hinn skyggni ráði nokkru um það hvort
eða hvenær sýn ber fyrir hann, þá getur hinn skyggni mið-
ill komizt í það ástand, þegar hann sjálfur vill, að fyrir augu
hans tekur að bera það, sem aðrir ekki sjá eða skynja.
Einn slíkra miðla er Hafsteinn Björnsson. Upphaflega
mun skyggnigáfa hans hafa verið þannig, að í vökunni báru
skyndilega fyrir hann sýnir, sem komu og hurfu óvænt og
án þess að hann fengi við ráðið. Síðar, er hann öðlaðist
þjálfun sem trancemiðill, tók hann að lýsa og segja frá því,
sem hann sá og heyrði í sjálfu miðilsástandinu eða miðils-
svefninum, og án þess þó að vita af því sjálfur eða muna
eftir því, þegar hann vaknaði, hvað hann hafði séð eða
heyrt, hvers konar skilaboð hann hafði flutt og hverju hann
hafði lýst fyrir þeim, sem með honum sátu. Samtímis því
tók þá og að bera á þriðja stigi skyggninnar, ef svo mætti
segja, en hún er í því fólgin, sem nú er venjulega nefnt
skyggnilýsingar, og sem þið væntanlega nú innan stundar
fáið að vera vitni að. Miðillinn er mitt á milli svefns og
vöku, hann virðist skynja tvo heima eða tvö tilverusvið
samtímis. Annars vegar veit hann af sér þannig, að hann
skynjar þennan sal og sér fólkið, sem situr hér inni. En jafn-
framt opnast honum annað svið. Hann sér eða skynjar verur
hér inni, sem aðrir ekki sjá né verða varir við með sínum
venjulegu skynfærum. Hann lýsir þessum verum, segir frá
hvar og hjá hverjum þær séu hérna í salnum. Og margar
lýsingarnar eru mjög skýrar og nákvæmar. Hann heyrir
eða skynjar með einhverjum hætti nöfn þeirra, ýmis atriði
úr lífi þeirra hér á jörð, sum fyrir mjög löngu liðin. Hann
sér líkt og brugðið sé upp myndum af því umhverfi, sem
þetta fólk bjó við hér á jörðunni, lýsir bæjunum þar, sem