Morgunn


Morgunn - 01.06.1968, Page 63

Morgunn - 01.06.1968, Page 63
MORGUNN 57 Það átti heima, og það jafnvel þó þau hús séu nú löngu rif- in og jöfnuð við jörðu. Og nú er eðiilegt að þið spyrjið: Hvernig fær miðillinn Þessa vitneskju, vitneskju, sem ég hygg, að mörg ykkar niuni verða að viðurkenna, að sé sönn og rétt, svo langt sem hún nær? Svörin við því eru mörg og harla mismunandi og niótast að verulegu leyti af persónulegu viðhorfi einstakl- mgsins til sálarrannsóknanna yfirleitt og trú þeirra eða trú- ieysi á framhaldslífið og sambandið við þá, sem látnir eru. Það er mjög eðlilegt, að menn spyrji um það sem þeir ekki vita. AUa þekkingu okkar á tilverunni höfum við smátt og smátt verið að öðlast, einmitt vegna þess að við erum sí- sPyrjandi og síleitandi að svörum. Það er auðvelt að spyrja. En hitt er erfitt og mikill vandi, að leita að hinum réttu og hyggjandi svörum og finna þau. Og sá vandi er ef til vill allra mestur að því er snertir þær spurningarnar, sem ég tel okkur allra mestu varða, en það eru spurningarnar um Það, hvað við í raun og veru erum, hvort við erum aðeins dægurflugur á þessari jörð, dauðanum og eyðingunni ofur- SeW, eða ódauðlegar sálir, sem eigum að erfa lífið í æðri fyllingu eftir líkamsdauðann, og getum jafnvel í þessu lífi nað sambandi við þá, sem farnir eru á undan okkur héðan. Ofstæki og fljótfærni eru oftast fljót til svars, en þeirra ern sjaldan hin réttu svörin. Þau fást ekki nema fyrir rólega °g gaumgæfilega athugun, ekki heldur í þessum málum. Sú athugun hefur þegar leitt alveg ótvírætt í ljós, að ekki að- ems skyggnigáfan, heldur hin dulrænu fyrirbæri yfirleitt benda sjálf alveg eindregið á framhaldslíf eftir líkamsdauð- ann. Það er sú skýring, sem liggur lang beinast við. Allar aðrar skýringar, sem fram hafa komið, eru hvorttveggja í Senn langsóttari og ósennilegri, enda þótt rétt sé og skylt að gefa þeim einnig fullan gaum. Skynsamlegasta afstaða okkar til þessara mála nú, er án efa sú, að kynna okkur þau sem vendilegast, fordómalaust °g með fullri stillingu og gát. Slíkt er og hefur jafnan verið vænlegasta leiðin í leit að sannleikanum á hvaða sviði sem er.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.