Morgunn - 01.06.1968, Page 65
MORGUNN
59
dreymi og hvatti drenginn til að fara þegar og ganga úr
skugga um þetta. Þegar hann kom í Hólsnesið, sá hann þeg-
ar tvær kindur alllangt uppi í f jallinu og á sömu slóðum og
hann hafði séð í draumnum. Fór hann rakleitt þangað, og
reyndust þetta vera kindur móður hans.
Kvlaærnar t\7ær.
Snjólfur var látinn sitja yfir kvíaám í dal þeim, sem nefnd-
ist Krossdalur, ásamt dreng, sem Guðmundur hét og var
Bjarnason. Einn daginn skall á niðaþoka og urðu þeir fyrir
því óhappi að tapa tveim ánna.
Nóttina eftir dreymir hann, að þeir eru staddir á sömu
slóðum með ærnar. Þóttist hann biðja Munda að verða eftir
hjá hjörðinni á Hrossamýrunum, en fara sjálfur upp á
Fagradalsheiði að svipast eftir ánum, sem vantaði. Þegar
hann kemur nálægt Grettistakinu, spretta ærnar þar á fæt-
ur, og þóttist hann verða harla feginn.
Daginn eftir ráku þeir ærnar á Hrossamýrar. Fer síðan
allt svo sem í draumnum. Hann bað Munda að verða þar
eftir, en fór sjálfur upp á Fagradalsheiðina. Þar fann hann
sernar, sem lágu í dæld, en spruttu upp með styggð, er þær
Urðu hans varar, nákvæmlega eins og í draumnum.
Ræninginn.
Sumarið 1912 létu Árdalsbúar í Nýja Islandi byggja
skólahús. Var Snjólfur, er þá var í Winnipeg, ráðinn til þess
að standa fyrir smíðinni, og kom hann þangað samkvæmt
umtali hinn 1. júlí. En þegar þangað kom, stóð þar á efni-
við, og því ekki unnt að hefjast handa þá þegar, og afréð
Snjólfur að fara aftur með lestinni til Winnipeg daginn eftir.
Þessa nótt gisti hann hjá Stefáni Guðmundssyni ásamt Birni
nokkrum Erlendssyni. Sváfu þeir saman í rúmi og lá Björn
fyrir framan hann við stokkinn.
Ekki hefur Snjólfur sofið lengi, er hann dreymir, að hann
Þykist vakna við það, að lokið er upp stofuhurðinni, og inn
kemur maður og gengur rakleitt að sænginni. Seildist hann
L