Morgunn - 01.06.1968, Page 66
60
MORGUNN
með hægri höndina upp fyrir Björn, eins og vildi hann þreifa
á Snjólfi eða jafnvel reka hann í gegn. Datt Snjólfi þegar í
hug, að þetta væri ræningi, er ætlaði að myrða sig til fjár,
því hann mundi í svefninum að hann átti nokkra dali í veski
sínu. Hugðist hann að verða fyrri til og ráðast gegn bófa
þessum. Brýzt um fast í rúminu til þess að komast á fæt-
ur, en gekk erfiðlega. Við þetta hrökk hann upp með and-
fælum líkt og af martröð.
Skuggsýnt var mjög í herberginu, enda hánótt, klukkan
að ganga tvö. Sér hann þó móta fyrir manni, er stendur við
rúmið og í sömu stellingum og maðurinn í draumnum, og
brá honum að vonum illa við. En í því ávarpar aðkomumað-
ur hann kunnuglega og heilsar honum með handabandi. Var
þar kominn maður sá, er hann var ráðinn hjá til skólabygg-
ingarframkvæmdanna. Hafði hann frétt um komu hans og
það með, að hann mundi um morguninn ætla að fara heim
aftur til Winnipeg með lestinni. En þar sem hann vildi koma
í veg fyrir það, var hann nú þangað kominn, þótt um miðja
nótt væri, til þess að hitta hann.
Þessi frásögn f jailar að vísu ekki um f jarskyggni né held-
ur forvizku beinlínis, en er eigi að síður athyglisverð. Er
þar tvennt til, að hugur mannsins hafi orkað á Snjólf í
svefninum, á meðan hann var á leiðinni til þess að hitta
hann, eða þá hitt, sem ýmsir fræðimenn halda fram, að til-
tölulega langur draumur geti átt sér stað á örskömmum
tíma, jafnvel á broti úr mínútu. Hafi Sölvi skynjað gegnum
svefninn, er hurðin var opnuð, og ímyndunarafl hans þegar
í stað spunnið utan um þetta atvik langan draum um bófa,
sem kominn væri til að ræna hann og jafnvel drepa.
Sér í svefni hvað er að gerast í Winnipeg.
Seinna, þetta sama sumar, er Snjólfur var í Árborg,
dreymdi hann á þessa leið:
„Ég þóttist vera staddur í svefnherbergi, og var þar hvíla
vel búin. Koddar voru snjóhvítir, drifhvítt línlak var brotið
svo sem um tíu þumlunga yfir rósótt stoppteppi. Gluggi var